Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 25
Jólasöngurinn heyrðist fyrst sunginn á Betlehemsvöllum. „Fjárhirðum fluttu fyrst- an söng Guðs englar.“ Þannig hermir hinn uPphaflegi fagnaðarboðskapur jólanna. — >>Heyra má himnum í frá englasöng“ í hvert skipti, sem jólin koma. Einnig á þessum timum örðugleika, ógnana og óvissu heyrast a jólunum englahljómar um frið og gleði, um kærleika Guðs og frelsi. En þó að jólin hafi eitthvert seiðandi vald yfir hugum manna, eru margir spyrjandi og i ovissu um raunverulegt innihald og kjarna. En veruleikinn sjálfur á bak við þau? Er ^ægt að trúa þessu í raun og veru? Þessi spurning gat einnig vaknað hjá Betlehems- hirðunum. Var það bara ímyndun, sem kom þeim til að sjá sýnina um nóttina og heyra englasönginn? Það er eins og englarnir hafi þegar viljað reisa skorður við þeim efa, því &ð þeir segja: „Hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í Jötu.“ Boðskapurinn um mikinn fögnuð býð- Ur hirðunum einnig frekara tákn og áþreif- anlegt um sannindi boðskaparins. Ekki að- ems að sjá bjart ljós og heyra himneskan söng, heldur að sjá sérstakt tákn, lítið barn 1 Betlehem, liggjandi í jötu. Jólin benda einnig oss á Jesúm sjálfan. Einnig fyrir oss er Jesús það tákn, sem Guð hefur sett mitt á meðal vor. Án hans gerist ekkert jólatákn. Hvað felst þá í þessu jólatákni, barninu 1 jötvmni? Bók nýja sáttmálans, nýja testa- mentið, og kristnir menn á öllum tímum, hafa fundið í Jesú tákn kærleika Guðs. Jesús er lifandi vitnisburður um, að hinn voldugi máttur bak við allt er ekki kaldrifjað ör- lagavald, heldur föðurhjarta, sem vorkennir °ss mönnunum og vill ekki, að vér förumst 1 myrkri og dauða, heldur verðum börn Guðs °g lifandi í kærleikssamfélagi við hann. Guð elskar þannig hina víðu veröld með alla hennar neyð og vonzku. Hver einasti maður, jafnvel sá sem er kominn lengst frá Guði, er elskaður af Guði kærleikans, sem vill ekki missa einn einasta. „Svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf.“ Þetta er boðskapur jól- anna. En mörgum virðist þetta of dásamlegt til þess að vera satt, — svo margt í heimin- um mæli gegn því. Margir eru svo einmana í villugjarnri veröld. Margt er þar svo illt og óttalegt. Lífið er harðdrægt og óréttlætið er mikið. En vér eigum, þrátt fyrir það, að trúa á þann kærleikans Guð, sem vill ekki, að vér glötumst, heldur skulum frelsast og lifa, þá þurfum vér sérstakt tákn. Táknið er þegar gefið. Jesús Kristur fæddist sem barn. Og hann verður táknið fyrir oss, ef vér ger- um eins og hirðarnir og förum til hans. Barnið Jesús varð einnig maðurinn Jesús. Til hans skulum vér horfa og á hann hlýða. Vér þurfum ekki til Betlehem í bókstafleg- um skilningi. Hvar sem vér hlýðum á orð hans, verður hann lifandi vemleiki fyrir oss hvern dag. Að líta hann er að líta Guð kær- leikans. Horfum á hann ganga um meðal syndaranna. Horfum á hann ganga leið sína til Golgata til þess að deyja fyrir vonda menn. Þá sjáum vér inn í hjarta Guðs. Þann- ig elskar Guð. Þannig leitar hann vor. Þannig er barátta hans og fórn oss til frelsunar. Lítið barn var lagt í lága jötu, — tákn þess hvernig kærleikur Guðs laut niður til mann- anna. Hann varð eitt með oss. Þetta er ein- mitt undur jólanna. Allt líf Jesú vottar þenn- an kærleika, starf hans meðal syndugra manna og fórn hans að síðustu, þegar hann gaf sig í hendur syndugra manna til þess að hann yrði krossfestur meðal tveggja ræn- ingja. Svo djúpt niður laut kærleikurinn til HEIMILISBLAÐIÐ — 237

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.