Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 5
Zebú-uxarnir á Madagaskar. för hans var haldin erfisveizla þar sem slátrað var 20.000 nautgripum. 1 kapphlaupi 19. aldar um nýlendur áttu England og Frakkland í hörðum átökum um eyna. En 1890 komu þessi tvö stórveldi sér saman um, að England fengi í sinn blut Zanzibar, en Frakkar Madagaskar. Árið 1895 sendu Frakkar leiðangur her- manna og rannsóknarmanna til eyjarinnar, og honum var veitt lítil sem engin mót- sPyrna. Til málamynda leyfðu þeir, að inn- fædd drottning fengi að sitja á veldisstóli í tvö ár til viðbótar, en síðan afnámu þeir konungdæmið með öllu og gerðu eyna að i’aunverulegri franskri nýlendu. Austurströndin er geysi-gróðurrík, þar ev urmull af hverskyns kryddi og ávöxtum, mergð af fiski fyrir ströndum fram, en strendurnar sjálfar hvítir sandar með skuggsælum pálmaviði. Þarna rignir ótrú- leg ósköp — 855 cm árlega. Og þarna er Hfið þægilegt, jafnvel of-þægilegt. Fram- taksseminni er auðveldlega stungið svefn- þorn. Landssvæðin til suðurs og suðvesturs eru aftur gjörólík. Þar eru svo miklir þurrkar, að konur verða oft að fara margra kíló- metra veg til að sækja vatn í krús, sem þær bera á höfði sér. Þar er erfitt að koma upp nokkrum gróðri, enda er líf manna þar erfitt og frumstætt. Þriðja landssvæðið — hálendið, þar sem loftslagið er hvað bezt — er í rauninni hjarta Madagaskar. Þar fyrirfinnast flest- ar kirkjur (ein mótmælendakirkja og ein kaþólsk í svotil hverjum bæ), og þarna er sömuleiðis athafnamesti og menntaðasti hluti íbúanna. Þarna er ágætt samgöngu- kerfi, og þar er höfuðborg landsins, Tan- anarive, staðestt á öldóttu landi í 1400 metra hæð, þéttsett trópískri blóma- og trjáprýði. Á hæstu hæð Tananarive gnæfir Höll Drottningarinnar, sem reist var 1839. Hún var byggð utan um risavaxinn trjábol, 38 metra háan og geysisveran. Þaðan er ólýs- anlega fagurt útsýni í allar áttir yfir hina fögru borg og bylgjandi hrísakra, allt út til blárra fjalla og hafs í fjarska. Ætla mætti, að Madagaskar gæti á- Heimilisblaðið 49

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.