Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 3
if\acícigciólzcir
- EYJAN, SEM FÆSTIR ÞEKKJA
Eftir GORDON GASKILL.
Madagaskae er fjórða stærsta eyland
heims (á eftir Grænlandi, Nýju Gineu og
Borneó), og kannski er hún þeirra merk-
ttsta. í fyrsta lagi má segja, að hún sé á
alröngum stað á hnettinum. Hún liggur úti
fyrir Afríkuströndum, í Indlandshafi, en
á þó harla fátt sameiginlegt með Afríku
eða Indlandi. Fornmenning hennar og
tungumál á nefnilega uppruna sinn í lönd-
unum við Kyrrahaf, og íbúarnir eru blend-
ingur af Malajum og Indónesum.
Eyja þessi, sem er 1600 km löng og 575
km breið, hefur næstum fram á vora daga
verið leyndardómsfullt ævintýraland, fjar-
l^egt og heillandi, einskonar blanda af
Shangri-La og Eldorado. En þótt hún
geymi enn margan leyndardóminn, er hún
smám saman að koma í ljós út úr dular-
rnistrinu. I dag tekur það aðeins 16 klukku-
tíma að fljúga með risaþotu frá París til
Madagaskar.
Malagassar — en þannig nefna eyjar-
skeggjar sig sjálfa — ættu, að því er ætla
rusetti, að hata Fransmenn, sína fyrrver-
andi nýlenduherra. Þegar íbúarnir gerðu
upphlaup gegn frönskum yfirráðum árið
1947, slógu Frakkar þá niður með harðri
hendi, þótt umheimurinn frétti lítið af
þeirri viðureign. En svo undarlegt sem það
er> þá hafa bæði Frakkar og Malagassar
verið ásáttir um það síðan að leggja vopn-
in til hliðar. Þeir tóku upp samstarf, sem
hefur borið mjög jákvæðan árangur — fá-
ar aðrar nýlendur heims hafa jafn skjót-
lega og átakalaust náð fullu sjálfstæði.
Bæði afrísk og asíatísk yfirráðaöfl hafa
síðan reynt að fá hið malagassíska lýð-
veldi til fylgdar við sig í kalda stríðinu,
en án árangurs. Forseti lýðveldisins, Phili-
bert Tsiranana, segir: „Við erum ekki Afr-
íkumenn. Við erum ekki Asíubúar. Við er-
um við sjálfir."
Madagaskar hefur ætíð verið sjálfrar
sín, í vissri merkingu þeirra orða. í fjar-
lægð sinni og einangrun hefur hún þróað
sínar eigin fuglategundir, rándýr, fiðrildi
og jurtir, sem fyrirfinnast hvergi annars
staðar. Hafið umhverfis Madagaskar er
eini staðurinn, þar sem fundizt hafa lifandi
eintök af fiski einum bláleitum — tegund,
sem þar til fyrir skömmu var álitin út-
dauð með öllu fyrir 60 milljón árum. Og
í þessu landi einvörðungu lifði aepyornis,
risavaxinn og vængjalaus fugl, á stærð við
hest og sexfalt þyngri en strútur. Egg
hans voru á við fótbolta, og það er ekki
lengra síðan honum var útrýmt, að enn
er verið að segja spennandi sögur af elt-
ingaleiknum við hann.
Gróður og dýralíf á Madagaskar er gjör-
ólíkt því sem er á austurströnd Afríku, í
400 kílómetra fjarlægð. Á þeirri strönd er