Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 15
UmfifMr mA^ttr Smásaga eftir ANDRÉ BIRABEAU. Bernard Catenat er vissulega geðugur ungur maður. En hann fær furðulegustu flugur í kollinn. Dag nokkurn tók ég mig til og heimsótti hann. Hann býr í dáindis-íbúð í nýtízku- legu úthverfi Parísarborgar, því hann hef- ur álitlegar tekjur. Án nokkurrar sjáan- legrar gleði tjáði hann mér, að hann hefði í hyggju að kvænast ungri stúlku ofan úr sveit, vinkonu Lisbethar frænku hans. Ég var sífellt að virða fyrir mér umhverfið, átti þess vegna erfitt með að taka eftir því sem hann var að segja. „Hvað er að?“ spurði hann. >,Æ, ég veit ekki. Mér finnst eitthvað öðruvísi hér en verið hefur. —“ „Já, það var og,“ svaraði hann og brosti kæruleysislega. „Ljósakrónan er horfin, legubekkurinn líka og spilaborðið." „Ætlarðu að fá þér ný húsgögn?" Hann hikaði með svarið. „Nei, gegndi hann seint og um síðir. „Málið er alvarlegra en svo. Ég get gjarn- an sagt þér, hvernig í þessu liggur. Ekki alls fyrir löngu komst ég að raun uui það, að ég var að verða ástríðumaður 1 spil. Eg spila bridge og póker í einka- samkvæmum, kúlnaspil og Chemin de fer 1 spilavítunum, og mér hefur alltaf fundizt þetta ofur sjálfsagt og eðlilegt. En allt í einu var ég farinn að taka eftir því, að hendur mínar skulfu og ég fékk hjart- slátt, -— spilamennskan var orðin mér eitt- hvað annað og meira en skemmtunin ein. Það var kominn tími til að láta staðar numið. En hvernig? Ég er að vísu enginn auðkýfingur, en á hinn bóginn á ég álitlega Heimilisblaðið bankainnstæðu. Þótt ég tapi nokkur þús- und frönkum eitt kvöldið, hindrar það mig ekki í því að setjast við spilaborðið aftur næsta kvöld. En þú veizt um þær reglur sem ég hef sett mér. Mér finnst beinlínis siðlaust að fleygja burt peningum, án þess að hljóta hegningu fyrir — eða finna að minnsta kosti til svolítilla óþæginda eftirá. Þess vegna tók ég eftirfarandi ákvörð- un: Þeir peningar, sem ég tók út úr banka til þess að nota þá í fjárhættuspil, skyldu teljast peningar sem ég lánaði sjálfum mér gegn öruggri tryggingu. Ég sé það á þér, að þú skilur mig ekki, en þetta er í rauninni fjarska einfalt mál: Tapi ég hundrað frönkum í spilum, af- hendi ég, spilafíflið Bernard Catenat, ein- hvern ákveðinn hlut veðlánaranum Bern- ard Catenat, sem tryggingu fyrir þessum hundrað frönkum. Og að sjálfsögðu harð- banna ég sjálfum mér að nota þennan hlut, sem um er að ræða, fyrr en ég hef leyst hann út með hundrað frönkum sem ég „fékk“ fyrir hann. Ég byrjaði fyrst með ermahnappana, en nú hef ég gripið til miklu stærri hluta. Þú sérð þessa stofu — það vantar ljósakrónuna, og það vantar borð og legubekk. Langar þig til að sjá einka-veðlánastofuna mína?“ Hann opnaði dyr fyrir öðrum enda gangsins. Þar var herbergi, fullt af alls konar munum. „Allt er þetta skrifað upp og bókfært,“ sagði Bernard og sýndi mér litla vasabók. „Fyrir framan heiti hvers hlutar er upp- hæð sú, sem þeir eru skrifaðir fyrir, og til þess að halda öllu í viðeigandi reglu, lána ég sjálfum mér aðeins tíunda hluta þess, sem viðkomandi hlutur kostaði mig upp- runalega. Ég efast um, að opinberar veð- lánastofnanir geri betur. Eins og þú getur skilið, hefur þetta kost- að mig ýmis óþægindi. Ég verð einatt að sjá af vasaúrinu mínu um sinn, og það er lítillækkandi fyrir mig að þurfa að fara í heimboð með ódýra slifsisnælu — ég sem hefi orð fyrir að vera vel-stæður maður. En ég fylgi mínum reglum fast eftir.“ Ég sá, að honum var fyllsta alvara, er 59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.