Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 9
gjafarsvip, að hún virtist beinlínis ungleg,
■— henni fannst hann enn strangari og
meira hrollvekjandi í allri þessari þögn
sinni en endranær.
Monsieur Lefresnay beið óþolinmóður
eftir öðru bréfi. Og það kom, þrem dögum
síðar. Það var sömuleiðis vélritað á sams
konar pappír:
„Ég hef séð yður enn einu sinni, og ó,
hversu heitt ég elska yður. Ást mín vex
i hvert sinn sem ég sé yður. Þegar ég sá
yður síðast, hugsaði ég sem svo: „Hann
hefur lesið bréfið mitt, en hann veit ekki,
að það er ég sem hef skrifað það. Skyldi
ég nokkurn tíma þora að segja honum
það?“
Bréfið hélt áfram í sama tón, og nokkru
neðar stóð:
„Ef þér óskið, að ég haldi áfram að
skrifa yður, viljið þér þá ekki vera svo
vænn að standa fyrir framan Madeleine-
kirkjuna á föstudagskvöldið klukkan
sjö, með samanbrotið dagblað í höndun-
um? Þér fáið ekki að sjá mig, en ég
fæ að sjá yður, og þá veit ég, að ég
verð að halda áfram að skrifa yður.“
Monsieur Lefresnay var grallaralaus.
Atti hann að fara niður að Madeleine-
kh’kju með dagblað í hendinni á föstudags-
kvöldið klukkan sjö? Var það ekki að láta
ofmikið undan bláókunnugri manneskju?
Á hinn bóginn hafði hann ekkert á móti
l'ví að vera elskaður. Og hann ákvað að
fnra þangað ...
Næsta laugardag fékk hann bréf á ný,
°g síðan rak hvert bréfið annað, sífellt
lengri og ástheitari.
Hann brann í skinninu eftir að vita,
hvaða kvenmaður þetta væri, og kynnast
henni. Kvöld eitt í heimboði þóttist hann
Seta þekkt hana þar sem var Marcelle Fo-
vihe. Hann hafði sagt eitthvað við hana,
og það var engu líkara en hún hefði skilið
nann á alveg sérstakan hátt.
Það er hún, hugsaði hann, á því er eng-
«n vafi.
>>Já, ég get sagt yður, að ég elska yður
ma, ‘ sagði hann við Madame Foville og
greip laust í handlegg hennar til að leiða
hana inn í aðra stofu.
„Hva — hvað segið þér? Hvað eruð þér
eiginlega að segja, ég skil yður ekki!“
hálfhrópaði hún undrandi, og þá rann upp
fyrir honum, að það gat ekki verið hún.
En hver var það þá?
Hann hélt áfram að fá bréf, tilfinninga-
rík og hjartahlý, en enn þorði stúlkan ekki
að segja hver hún var. Stundum var hon-
um sagt í bréfunum að láta í ljós vilja sinn
til þess að fá þessi bréf áfram — með því
að ganga með eitthvert tiltekið bindi um
hálsinn, láta sjá sig á ákveðnu götuhorni
á vissum tíma eða fara í leikhús eftir nán-
ari ákvörðun bréfritara. Þetta gerði hann
allt, því hann brann í skinninu eftir að
kynnast kvenmanninum. Hann hugsaði
ekki um annað og var hreykinn af því að
vera elskaður svona heitt. Verzlunarmaður
fram í fingurgóma, eins og hann var, var
orðinn rómantískur. Hann var ekki lengur
hinn rólyndi og strangi Lefresnay eins og
áður; hann var orðinn utan við sig og
gleyminn. Einn morguninn, er hann kom á
skrifstofuna, uppgötvaði hann, að hann
hafði gleymt peningaveskinu sínu heima.
En í því voru ekki aðeins peningar, heldur
einnig nokkur verðmæt plögg og meðal
annars síðasta bréfið frá hinni ókunnu. —
Hann vildi ekki hringja eftir veskinu, held-
ur ók sjálfur heim og sótti það. Hann
gekk rakleitt upp í svefnherbergið sitt og
þaðan inn í litlu stofuna þar sem kona hans
var vön að hafast við. Hún var þar ekki
inni, en skrifborðið hennar stóð opið, og á
því sá hann hvar stóð lítil ritvél með ný-
byrjuðu sendibréfi. 1 hugsunarleysi leit
hann á bréfið. Bréfsefnið var ofur venju-
legt, rétt eins og í þeim bréfum, sem hann
fékk að staðaldri frá hinni ókunnu. Og
þarna stóð: „Edmond, ég elska yður...“
Hann stóð í sömu sporum, lamaður.
Hann vildi ekki trúa sínum eigin augum,
en gat ekki annað.
„0, Edmond?“ æpti frúin upp yfir sig,
er hún kom inn í dyrnar.
Löng og niðurdrepandi þögn. —
„Það ert sem sagt þú, sem sendir mér
öll bréfin?“ spurði hann konu sína að
lokum.
HEIMILISBLAÐIÐ
53