Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 28
„Þú vilt þá ekki koma af fúsum og frjáls- um vilja?“ „Nei,“ svaraði Rinaldo. „Þá verðum við að beita valdi.“ Að svo mæltu hvarf þessi undarlega vera úr herberginu. Rinaldo þreif ljóstýru og flýtti sér út á eftir henni. Dyr ytra her- bergisins voru læstar og Rinaldo skildi ekk- ert í því, hvernig veran hefði farið að því að hverfa svo fljótt á burt. Hann fór aftur til herbergis síns, læsti dyrunum og lagð- ist til hvíldar. Næsta dag fór hann snemma til herberg- is Violöntu, sem var einmitt að fara til Dianoru. „Greifafrúin er ekki frísk,“ mælti hún. „Ég verð að vera hjá henni í allan dag. — Yður skal ekkert skorta. Þér fáið kannski að tala við Dianoru á morgun.“ Á leiðinni til herbergis síns virti hann fyrir sér nokkur málverk á veggjunum. Stúlkan, sem færði honum morgunmatinn, truflaði hann alls ekki. „Eru svartklæddir munkar hér í grennd- inni?“ spurði hann stúlkuna. „Já,“ svaraði hún. Uppi í þessum bröttu fjöllum fyrir ofan þorpið er klaustur Kar- melítamunka. Þeir nota svartar hettur.“ „Koma þeir stundum hingað?“ spurði Rinaldo aftur. „Þrisvar á ári koma munkar þaðan til að safna tillögum til klaustursins.“ „Annast munkar frá þessu klaustri prestþjónustu í höllinni?“ „Nei, hana annast Fransiskus-munkar. Klaustur þeirra er beint á móti höllinni. Engar samgöngur eru milli hallarinnar og Karmelítaklaustursins. Dagurinn leið, og ekkert gerðist. Um kvöldið fékk hann þessi skriflegu skilaboð frá Violöntu: „Við sjáumst ekki í dag. Þér heyrið frá mér á morgun.“ Snemma næsta morgun fékk hann þetta bréf: „Dianora hefur fengið að vita, að þér eruð hér. Hún hefur trúað mér fyrir leyndarmáli yðar, og ég veit nú, hver þér eruð. Farið strax burt úr höllinni. Þegar þér fáið þetta bréf, erum við komnar langt frá höllinni. Þér munuð ekki finna okkur. Flýið ogbjargið yður. Ef dómari sannleik- ans kemst að því, hvar þér eruð niður- kominn. Guð gefi, að þér verðið betri mað- ur. Guð verndi yður. Violanta.“ Rinaldo greip til byssunnar og ætlaði að gera skjótan endi á hörmungar sínar, en hún féll úr hendi hans eins og hann hefði orðið fyrir losti. Hann sneri sér við í skyndi og sá svartklædda munkinn standa þar. Svipur hans var ógnandi, um leið og hann hvarf út úr herberginu. Rinaldo greip byssuna sína og hraðaði sér á burt frá höllinni. Hann hafði ekki farið langt, þegar svarti munkurinn kom á móti honum og hóf máls á því sama og áður. Rinaldo sinnti ekki áminningum hans að mæta fyrir dómaranum, og taldi þetta allt vera brögð gamla mannsins frá Fron- teja. Þegar munkurinn birtist í þriðja sinn, skaut Rinaldo á hann, en hitti ekki. Munkurinn hló og sagði: „Heyrðu, minn kæri, skjóttu á hrafna, en ekki mig. Ef þú gerir þetta aftur, þá sundurkrem ég þig.“ Þá missti Rinaldo alla stjórn á sér og réðst á hann, en var þá varpað til jarð- ar af þvílíku afli, að steinleið yfir hann. Þegar hann raknaði úr rotinu var munkurinn horfinn, en blóðið rann úr höf- uðsári. Rinaldo flýtti sér sem skjótast á burt. Hann hafði ekki langt farið, þegar hann rakst á tötralegan förumann. Hann þaut hágrátandi upp um hálsinn á Rinaldo og hrópaði: „Kæri, góði foringi.“ „Hamingjan góða! Er þetta Lodovico? Hvað er að sjá þig maður!“ „Ég hlýt að líta hræðilega út.“ „Segðu mér, hvað komið hefur fyrir þig.“ „Þegar ég var sendur til að njósna í nánd við höll Martagno greifafrúar, komst ég að því, að hún var þar ekki leng- ur, heldur í annarri höll. Ég fór þangað. Ég var rétt að segja kominn þangað, þeg- ar svartklæddur maður stóð allt í einu frammi fyrir mér og heimtaði, að ég kæmi fram fyrir dómara sannleikans. Ég hló að honum og sló til hans. En það hefði ég 72 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.