Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 20
rás. Ef stór steinn sezt að í þvagrás nýr- ans, getur það valdið óbærilegum þjáning- um. Sé um að ræða marga og stóra steina, verður að fjarlægja þá með uppskurði. Stundum tekst skurðlækni að nema burtu einstaka steina með cystoskop, fíngerðu röri með eins konar laup á öðrum endan- um. Slík aðgerð krefst mikillar kunnáttu og öruggs handbragðs. Cystoskopinu er komið gegnum þvagrásina, inn um blöðr- una og alla leið upp í hin stífluðu nýrna- göng. Þegar skurðlæknirinn nálgast stein- inn, lætur hann staðar numið og tekur röntgen-mynd sem sýnir honum, hversu nálægt hann sé kominn takmarkinu. Síð- an heldur hann áfram, unz hann hefur læst steininn í laup cystoskopsins. Nýrnabólga — eða Brightsveiki eins og hún er nefnd, eftir brezkum lækni sem lýsti henni á öldinni sem leið ■— getur átt sér margar orsakir. Það getur verið um beina skemmd að ræða, eiturefni eða úrgangsefni frá sýklum sem hafa sezt að einhvers staðar í líkamanum (t. d. af völdum skarlatssóttar, kvefs eða háls- bólgu) o. fl. Sjúk nýru missa þá hæfileik- ann til að sundurgreina næringarefni og úrgangsefni, þannig að eggjahvítuefni og önnur blóðefni skolast burt með þvaginu, og sézt það iðulega við rannsóknir þvags á tilraunastofum. Eins geta þau haldið eft- ir of miklu af vatni og salti, þannig að sjúklingurinn fær bjúg (vatnskennda bólgu, sem einkum kemur á fótleggi, hand- leggi og í andlit). Nýrnabólga sem stafaði af sýklaárás, var eitt sinn lífshættulegur sjúkdómur, en nú er hægt að ráða við hann með hjálp antibiotika, ef komizt er að raun um hann í tæka tíð. Komið getur fyrir, að nýrun hætti starf- semi sinni með öllu. Ef nýrun hætta að vinza þvag, safnast úrgangsefnin fljótlega fyrir í blóðinu. Orsök verkfallsins getur verið margs konar röskun á blóðrásinni, sem hefur þær afleiðingar, að nýrunum berst ekki nægilega mikið blóð; einnig get- ur verið um að ræða eins konar ,,bruna“ eftir slysfarir, sem hafa haft taugalost í för með sér. Loks geta ýmis konar eitran- ir og alvarlegar smitanir leitt til tjóns á nýrunum, þannig að þau geti alls ekki rækt starf sitt. Þangað til fyrir sárafáum árum, var sá maður oftast dauðans matur, sem varð fyrir því að nýrun hættu með öllu að starfa. En á stríðsárunum fékk dr. Wil- liam Kolff við bæjarsjúkrahúsið í Kampen í Hollandi þá hugmynd, að smáholurnar í cellofani hlytu að geta leyst sama hlut- verk af hendi og sams konar holur í nefrónum nýranna. Væri blóð sjúklings- ins látið fara gegnum cellófan-æð, gæti þá ekki hugsazt, að það hreinsaðist af úr- gangsefnunum? Kolff setti saman hið fyrsta „gervinýra“, frumstætt að vísu, og reyndi það við þá sjúklinga sem virtust ekki eiga sér nokkra lífsvon. Og krafta- verkið skeði. Fólk að dauða komið lauk upp augum á ný; hugsun sem horfin var í þoku, varð aftur skýr. Dr. Kolff tókst að halda lífinu í mörgum sjúklinga sinna með hjálp gervinýrans í 30 daga eða lengur — nógu lengi til þess, að hin sjúku nýru gátu farið að starfa aftur. Á síðustu tveim árum hafa gervinýrun tekið geysimiklum framförum og eru nú notuð við fjölmörg sjúkrahús. Takmörkuö nýrnalömun er ekki eins al- varleg, en aftur á móti miklu algengari. Þegar nýrun einhverra hluta vegna taka að starfa treglega, safnast saman vessi 1 vefjum líkamans, þannig að handleggir, fætur og kviðarhol þembist upp. Þetta er stundum nefnt vatnssýki. Fyrsta raunsæja aðförin gegn vatnssýkinni var gerð árið 1920 af austurríska lækninum dr. Alfred Vogl. Hann veitt því athygli að sýflissjúkl- ingur einn, sem hann meðhöndlaði með kvikasilfri, framleiddi óhemjumikið magn af þvagi. Með tilliti til þessa fyrirbæris tók dr. Vogl að beita kvikasilfursaðgerð við vatnssýkissjúklinga. En blandan eins og hún var, reyndist þó ófullkomin; ýmsir sjúklinganna þoldu ekki daglegan skammt af kvikasilfri, og í öðrum tilfellum hætti aðgerðin að verka eftir stuttan tíma. En sem betur fer hefur tekizt, síðan 1953, að finna upp pillur, sem auðvelda þvaglát. í pillum þessum er efni, sem sýg- ur vatnsmagnið úr líkamsvefjunum mjög fljótlega, og til eru dæmi þess, að sjúkling- 64 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.