Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 13
urðu síðan bæði formæður margra annarra þekktra tegunda, er síðar hafa komið til. Þannig hafa menn lengi leitazt við að framleiða ný og ný afbrigði af jarðávexti þessum með tilraunum, eins og hér er get- ið um. Er það gert í þeim tilgangi að finna og efla sérstaka eðliskosti hjá nýju af- þrigðunum, sem þau hafa til að bera í rík- ara mæli en hin, sem áður voru til. Til dæmis hafa nú verið ræktuð afbrigði, sem vaxa fljótar og fyrr ná góðum þroska en hin eldri. Þau eru því að öðru jöfnu hent- ug til ræktunar, þar sem sumar eru stutt eins og hér á landi og víðar. Fyrir 20 árum var talið, að um 1000 afbrigði væru til af kartöflunni. Nú á tímum eru þau efalaust orðin mun fleiri. VI Flest árin milli 1750 og 1760 voru geig- vænleg harðindi og hallærisástand hér á landi. Samt voru einmitt á þessum árum hafnar hér þær margvíslegu framfaratil- vaunir til fjölbreyttari atvinnuhátta en áður höfðu þekkst, sem Skúli Magnússon landfógeti beitti sér fyrir manna mest, eins og öllum er kunnugt. Aukin jarðrækt var meðal þeirra framfaramála, sem efst voru á dagskrá, og í því sambandi var rninnst á kartöflurækt og nokkuð um það rætt, hvort gerlegt mundi að rækta þær hér á landi. Garðrækt með káljurtir var ekki óþekkt með öllu um þessar mundir, þó ekki víðar stunduð en á 20 stöðum alls á öllu landinu (sbr. skýrslu frá 1757), en kartöflur höfðu aldrei verið ræktaðar hér. Að hugsa sér slíkt á íslandi hafa því eflaust verið alger nýmæli, og áttu sér víst >»formælendur fáa“, eins og við er að búast. Einn var þó meðal ráðandi manna, sem hvatti mjög eindregið til þess, að ræktun þessi yrði reynd. Það var sjálfur stiftamt- maðurinn, Rantzau greifi, æðsti valdamað- ur í stjórn landsins, næst sjálfum konungi °g þar að auki ágætur maður, vel menntað- ur, víðsýnn og góðviljaður. Hefur það ef til viH einkum verið fyrir hans orð, að Skúli klagnússon kynnti sér álit sænska grasa- íræðingsins Karls Linnés um þetta efni. HEIMILISBLAÐIÐ Linné var heimskunnur vísindamaður í sinni grein, eigi að síður var svar hans á þá leið, að það mundi ekki vera hægt að rækta kartöflur á íslandi. Þá kom til sögunnar maður nokkur, þýzk -sænskur að uppruna og barón að nafnbót, sem Friederich W. Hastfer hét. Danska stjórnin sendi hann hingað til fslands vor- ið 1756 til að koma hér á stofn sauðfjár- kynbótabúi og stjórna því síðan. Þrátt fyr- ir úrskurð Linnés fullyrti hann, að kartöfl- ur gætu vaxið hér á landi og bauðst meira að segja til að sýna það, ef hann gæti feng- ið kartöflur til útsæðis í tæka tíð. Útsæðið kom vorið 1758. Hastfer fékk sumt af því, en hitt var sent vestur að Sauðlauksdal til séra Björns Halldórssonar. Hastfer setti sinn hluta af útsæðinu nið- ur um vorið á Bessastöðum. Um haustið, þegar kartöflurnar voru teknar upp, varð ekki um að villast, að tilarunin hafði heppnazt. Hastfer sendi sýnishorn af upp- skerunni til Kaupmannahafnar, til þess að stjórnarherrarnir þar gætu séð með eigin augum, að kartöflur gætu sprottið á ís- landi. , Kartöflur uxu því fyrst hér á landi sum- arið 1758 á Bessastöðum, eins og áður er sagt. Þessi kartöflutegund hefur víst verið rauð að lit, því að í samtíma heimildum eru þær kallaðar „rauðu jarðeplin“. VII --------o Um þessar mundir hafði séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal fyrir nokkrum ár- um hafið sína miklu garðrækt þar á staðn- um, en hann var á sínum tíma aðalfor- göngumaður þjóðarinnar í þessari starfs- grein, svo sem kunnugt er. Kartöfluútsæðið, sem honum var sent, heppnaðist miður í fyrstu en hinn hlutinn. Það komst ekki vestur fyrr en vika var lið- in af ágúst og var þá orðið skemmt, kar- töflurnar nærri því að engu orðnar, en spírurnar mjög vaxnar og komnar í eina flækju, sem ógeiiegt var að greiða sundur. Séra Björn hafði því það ráð að fylla stór- an bala af mold og setja allan flækjuhnaus- 57

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.