Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 19
HvaS er að &ersk&t í nýruníiin? Eftir J. D. RATCLIFF. Nýrun eru einskonar ,,efnafræðingar“ mannslíkamans, og bregðist þau bæði, er stórhætta á ferðum. En svo er fyrir að þakka nýjum og stórfenglegum læknisað- gerðum, að möguleikarnir fyrir bata eru nú miklu meiri en þeir voru aðeins fyrir fáeinum árum. Pyrir nokkrum árum var sú skoðun ríkjandi, að nýrun hefðu aðeins einu hlut- verki að gegna, að vísu mjög mikilvægu: að vinza úr líkamanum viss úrgangsefni. í dag vita vísindamennirnir betur. Þessi tvö smáu, rauðbrúnu líffæri, sem liggja sitt hvoru megin við hrygginn u.þ.b. í jafnri hæð við neðstu rifbeinin, eru í raun- Jnni helztu „efnagreiningartæki" líkam- ans. Það eru þau sem sjá um, að í blóð- lnu sé nákvæmlega það vatnsmagn sem nauðsyn krefur. Þau stjórna samsömun niálmsaltanna í blóðinu — ef aðeins um smávegis ofurmagn af kalium er að ræða, stanzar hjartað líkt og rafstraumur hefði lostið það. Nýrun tryggja jafnvægi milli sýru og lúts í blóðinu — ofuraukning ann- ars hvors efnisins myndi örugglega leiða til dauða. Loks vinza þau burt þvagefn- |n, sem eru engu síður eitruð en cyank- ^um, fái þau að safnast fyrir í líffærun- um. Á degi hverjum fer heilt tonn af blóði &egnum hreinsunarvél nýrnanna, og þó er það aðeins brot af því, sem nýrun geta annazt. Starfshæfni nýrnanna er nærfellt niföld á við þau sem hún gerist undir eðli- legum kringumstæðum, og verði annað nýrað óstarfhæft og þurfi að fjarlægast, getur hitt nýrað auðveldlega tekið að sér tvöfalt álag. Eitt nýra er á stærð við krepptan barns- hnefa og vegur u.þ.b. 150 grömm, en inn- an í því er feikilega margbrotið kerfi af „göngum“. í hverju nýra er á að gizka milljón starfseinda (nefrona). Hvert slíkt nefron fyrir sig er aðeins á stærð við ryk- korn, en í smásjá er það einna líkast ormi með óeðlilega stórt höfuð og hringlaga bol sem minnir á skott. Höfuðið er á vís- indamáli kallað glomerulus, — skálpur en bolurinn tubulus. Höfuðið inniheldur fíngerðar háræðar (glomerulus), og síast þaðan óaflátlega blóðvökvi (þó ekki rauð blóðkorn) út í næsta umhverfið. Meira en 98% þessa vökva hverfur þó aftur inn 1 háræðarnar þaðan sem hann kom — en æðar þessar í tveim nýrum eru samanlagt um 450 kíló- metrar að lengd: næringarefni eins og amino-sýrur, glukos og málmsölt hverfa út í blóðið, en úrgangs og eiturefni hverfa saman við þvagið, sem nemur einum til tveim lítrum á sólarhring. Um nýrnagöngin berst þvagið í næsta ósýnilega smáum dropum inn í sérstök safngöng, sem smám saman fer fækkandi, unz þau mynda ein göng til þvagblöðr unnar. Þvaggöng þessi eru umlukin hring vöðvum, sem kreppast saman á u.þ.b. 15 sekúnda fresti hver á eftir öðrum og þrýsta eða dæla þvaginu þannig í örsmáum skömmtum til blöðrunnar. Með tilliti til þess feikna starfs, sem lagt er á nýrun, má það furðulegt heita, hve fáir finna til þjáninga í þeim, en ef þau á annað borð láta undan, er líka um alvar- legt ástand að ræða. Einhver algengasti nýrnasjúkdómur er svokallaður ,,steinn“. Hann myndast þegar þvagsýra, málmsölt og önnur efni taka að kristallastt af ein- hverjum óþekktum orsökum. Steinarnir þurfa ekki að vera stærri en títuprjóns- höfuð (nýrnamöl), en vitað er um slíka steina á stærð við tennisbolta. Einatt kom- ast slíkir smásteinar gegnum þvaggöng- in, án þess maðurinn verði þess var, en hitt skeður einnig, að þeir safnast fyrir í göngunum, svo að þvagið nær ekki fram- Heimilisblaðið 63

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.