Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Page 29

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Page 29
ekki átt að gera, því að hann var svo sterkur, að hann hafði öll ráð mín í hendi sinni. Svo dró hann mig með sér að kap- ellu einni. Dyr kapellunnar lukust jafn- skjótt upp og tveir svartklæddir náungar komu út og drógu mig inn á fótunum. Þeir létu mig í eitthvert myrkraskot. Þar lá, ég nokkra daga upp á vatn og brauð. Loks var farið með mig fram fyrir þrjá svartklædda menn, sem kváðust vera dómarar mínir. Þeir kölluðu mig öllum illum nöfnum. Þótt þeir segðu, að ég hefði verðskuldað þyngstu refsingu, dæmdu þeir mig aðeins til húðstrýkingar. Þannig gekk það til í marga daga, þangað til svo var af mér dregið, að ég gat með naumindum dregizt hingað, eftir að þeir höfðu kastað ftiér út.“ „Hvað er að heyra þetta?“ sagði Rin- aldo. „Þetta hefði ég líka orðið að þola, ef þeir hefðu náð mér á sitt vald. „Komdu, við skulum kveikja í þessu djöfullega bæli.“ Hann hafði varla sleppt orðinu, er svarta veran kom í ljós og sagði með þrumuraust: „Vesæli maður! Hefurðu ekki fundið, hve armleggur minn er sterk- ur? Viltu, að ég gangi að þér dauðum?“ Rinaldo dró hníf sinn úr slíðrun og veitti þessum óvini sínum mikinn áverka, en hann reif sig þá lausan og flýði. „Hvað verður nú um okkur,“ kveinaði Lodovico. „Nú sækir hann félaga sína til þess að berja á okkur.“ Skyndilega kvað við bjölluhljómur. Tólf menn ríðandi á múldýrum komu upp eftir bæðinni. Ráku þeir þrjátíu laus dýr á undan sér. Rinaldo ávarpaði þá og bað þá veita Lodovico hjálp. „Ef þið viljið borga, þá skulum við setja undir hann múldýr,“ sagði foringi mann- anna- „Raunar get ég gert það án borgun- ar, því að við erum kristnir menn. Við öfum þegar veitt mörgum hjálp, sem orð- 1 hafa fyrir barðinu á óaldaflokkum Rin- aldinis.“ Lodovico var bundinn upp á eitt af múl- cyrunum. Rinaldo ræddi við mennina á leiðinni. „Er ekki búið að útrýma óaldarflokk- UIn Rinaldinis?“ „Það gagnar lítið, þótt tólf séu drepnir. Alltaf koma nógu margir í staðinn.“ „Er ekki búið að drepa Rinaldini fyrir löngu?“ „Það er alltaf verið að segja það, en reynist ávallt ósatt. Þeir klófesta hann aldrei.“ „Hvers vegna?“ „Á honum vinna engin vopn. Sumir segja, að hann geti gert sig ósýnilegan. Og víst er um það, að ekki hefur verið hægt að handsama hann. Hann sleppur alltaf. Hann hlýtur að vera í meira lagi slunginn. Annars vildi ég ekki standa í sporum hans. Einhvern tíma kemur að því, að hann hlýtur verðskuldaða ráðningu. Svo fer þeim, sem gerir bandalag við hinn illa ...“ „Það gerir hann þó ekki.. .“ tók Rin- aldo fram í fyrir honum. „Jú, hann hefur áreiðanlega gert samn- ing við sjálfan höfuðóvin mannanna. En hann er ógæfumaður. Hvaða gagn er að því að vinna alla fjársjóði veraldarinnar, ef maður bíður tjón á sálu sinni? Bezt er að lifa heiðarlega og deyja sáluhjálpar- legum dauða.“ „Það er sagt, að hann geri góðverk." „Já, stundum. En kemur það af góðu. Fyrst stelur hann, svo gefur hann. Ann- ars vil ég ekki dæma hann. Guð blessar það brauð sem fengið er á heiðarlegan hátt. Ekki vildi ég svíkja nokkurn mann né stela.“ Rinaldo sagði: „Já, það er satt. Hann leggur stund á óheiðarleg störf.“ „Eitthvað annað hefði hann getað lært, því að óheimskur kvað hann vera.“ „Sagt er, að hann steli ekki sjálfur,“ sagði Rinaldo. „En hann lætur aðra stela, og það er það sama.“ Sitthvað fleira ræddu þeir saman. Allt 1 einu varð Lodovico þess var, að þeir voru komnir upp á hæðina, þar sem kap- ella svörtu munkanna var. Hann gaf for- ingja sínum merki. Rinaldo leit upp, sá kapelluna og skildi, hvernig í öllu lá. „Svo virðist sem þessi kapella sé göm- ul orðin,“ sagði Rinaldo loks. „Því gæti ég trúað. En þangað kemur Heimilisblaðið 73

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.