Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 32
girt var háum virkisveggjum. Hann gekk
hugsi meðfram háum, snarbröttum kletta-
veggjum og nálgaðist runna nokkurn. Út
úr runnanum stukku nokkrir sterkir
menn, sem bundu Rinaldo tryggilega og
drógu hann með sér inn í runnann. Þaðan
fóru þeir eftir dimmum göngum, þangað
til þeir komu í rúmgóðan hallargarðinn.
Þar leystu þeir hann og leyfðu honum að
jafna sig.
f anddyri hallarinnar birtist hallarvörð-
urinn, sem hélt á þrem stórum lyklum,
sem hann fékk Rinaldo, um leið og hann
mælti:
„Þessir lyklar eru að þeim þrem her-
bergjum hallarinnar, sem þér fáið til yðar
nota.“
„Þú veizt þá, hver ég er?“ spurði Rin-
aldo.
„Um yður veit ég ekki annað en að þér
eruð barón, sem eigið að búa hér um sinn.“
„Hver á þá þessa höll ?“
„Það segi ég ekki,“ anzaði hallarvörð-
urinn.
Rinaldo hélt til herbergja sinna og naut
hins fagra útsýnis úr gluggunum. Hann
sá félaga sína leita fram og aftur um-
hverfis gistihúsið. Hann kallaði og veif-
aði til þeirra, en árangurslaust. Allt í einu
réðust nokkrir riddarar á Lodovico og
Jordano og tóku þá höndum.
Þrem dögum síðar kom vera með slæðu
fyrir andlitinu inn til Rinaldos.
„Þú ert Olimpia," hrópaði hann. „Hvern-
ig komstu hingað inn?“
„Á sama hátt og þú.“
„Þú þekkir skúmaskot þessarar hallar.“
„Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem
hingað.“
„Gaztu losnað við jarlinn?“
„Hann er einn af okkur.“
„Er hann einn af mönnum öldungsins
frá Fronteja?"
„Ætli það ekki.“
„Hvers vegna var ég fluttur hingað?“
„Vegna öryggis þíns.“
„Stóð sá gamli að baki því?“
„Já.“
„Hver á höllina?“
„Einn vina okkar. Ef þú værir ekki hér,
þá sætir þú í hlekkjum. Svörtu munkarn-
ir eru máttugri en þig grunar,“ sagði
Olimpia.
„Mega þeir sín meir en sá gamli og hans
menn?“
„Ó, nei. Annars er bréf þitt til jarlsins
komið í hendur stjórnarinnar, sem hugsa
þessum svörtu þorpurum þegjandi þörfina.
Ég er með þau skilaboð til þín, hvort þú
sért enn ákveðinn að fara til Korsíku.“
„Ég vildi ræða það mál við öldunginn
frá Fronteja og Luigino, áður en ég tek
mína ákvörðun.“
„Jæja, góða nótt.“ Hún stóð upp og
gekk til dyra, en kom svo aftur og greip
hönd Rinaldos-og sagði:
„Rósa er sjúk.“
Hann andvarpaði. „Ég bið fyrir beztu
kveðjur og innilegar bataóskir til hennar.“
„En Rósa er alvarlega veik.“
Olimpia þagði og dró slæðuna fyrir
andlitið. „Rinaldo, Rinaldo,“ sagði hún.
„Ég get ekki blekkt þig. Hún er . ..“
„Dáin?“
„Dáin.“
Hann sneri sér til veggjar og grét.
Olimpia fór út...
Nokkrum dögum síðar yfirgaf Rinaldo
höllina í fylgd með Astolfo, bróður. Olim-
piu. Eftir fáeina daga komust þeir til
Sutera og þaðan til Syrakusu. Þar dvöld-
ust þeir um hríð í húsi, sem virtist til-
heyra einhverjum félaga þeirra.
Astolfo mælti: „Þú getur verið alveg
öruggur á þessum stað, þangað til við höld-
um af stað til Korsíku. Ef þér leiðist, get-
urðu faðir upp í Sambucafjöllin, þar sem
aðalbækistöðvar Korsíkuleiðangursins eru.
Ég fer nú á fund öldungsins, en vonast til
að sjá þig bráðum aftur.“
1 þessu húsi var allt, sem Rinaldo þurfti
á að halda. Hann fór í langar gönguferðir
með dóttur garðyrkjumannsins og við nán-
ari viðkynningu féll æ betur á með þeim.
í augum hans var hún önnur Rósa.
Dagarnir liðu fljótt, og brátt voru þrjár
vikur liðnar. Einu sinni sátu þau á tali
saman, Rinaldo og Serena, dóttir garð-
yrkjumannsins. Hann sagðist bráðlega
mundu yfirgefa hana.
„Það sagði faðir minn líka og bætti við,
að þér munduð ekki koma aftur.“
76
heimilisblaðið