Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 7
fæddu, þar sem Frakkar urðu að láta und- an hvað eftir annað, en jafnan of lítið í senn og of seint, því að malagassar kröfð- ust alltaf meira og meira. Það var mikið lán fyrir Frakkland og Madagaskar um leið, að svo vildi til, að Philibert Tsiranana var sterkastur fyrir- svarsmaður eyjarskeggja. Ha,nn var laus við einstrengingslegan þjóðernismetnað, ug viðurkenndi það rólega og æðrulaust, að Madagaskar gæti ekki komizt af, fyrir- varalaust, án hjálpar Frakklands. Þegar landar hans kröfðust þess, að reka skyldi hvern einasta Frakka burt af eynni, svar- aði hann: „Get ég tekið að mér símakerf- ið, þegar það fer úr lagi? Nei, og það get- ur enginn okkar — ennþá. Þegar við höf- um lært það, en fyrr ekki, getum við leyft okkur að segja Frökkum að fara.“ Árið 1958 gaf Frakkland öllum erlend- um yfirráðasvæðum sínum (nema Alsír) kost á að velja um það í frjálsum kosning- um, hvort þau vildu halda áfram að heyra til franska samveldinu eða segja skilið við það. Tsiranana hélt því stöðugt fram, að ekki mætti rjúfa tengslin við Frakka, °g í ljós kom, að 80% landsmanna greiddu atkvæði eins og hann. Tveim árum síðar, 26. júní 1960, fékk Madagaskar svo full- komið sjálfstæði, að loknum vinsamleg- um samningaviðræðum. Þetta gerðist svo arekstralaust, að enn eru þeir malagassar margir, sem alls ekki muna hvaða dag þetta var. Daginn sem halda skyldi hátíðlegt sjálf- stæði landsins, komu sendinefndir flugleið- is frá næstum öllum löndum austurblakk- arinnar, Tsiranana tók á móti þeim af mestu vinsemd og sagði, að hann vonaðist til, að Madagaskar gæti haldið vingjarn- legu sambandi sínu við allar þjóðir heims. Hann þakkaði fyrir hið rússneska vín og koníak, sem honum barst að gjöf, en þeg- ar kommúnistar tóku að ræða um skipti á sendiherrum, verzlunarsamninga o. þ. h., lagði Tsiranana áherzlu á það, að Mada- gaskar væri enn ungt ríki, sem yrði fyrst að fá tíma til að hugsa sig um. Hann sneri ekki baki við neinum, og enginn varð móðg- aður. En hvernig sem það nú er, þá hefur Madagaskar enn ekki skipzt á sendiherr- um við eitt einasta kommúnistiskt land. Enn eru tveir franskir hershöfðingjar fyrir tveim herfylkjum á Madagaskar — og þar eru einnig 3000 franskir hermenn. Gömlu frönsku nöfnin eru enn á götuskilt- um. Frönsk tunga er enn í heiðri höfð. Tsiranana tekur enn við franskri aðstoð, og hann fer ekki leynt með þakklæti sitt. Hann veit, að fyrr eða síðar heyrir þetta til liðinni tíð, en hann vill, að það gerist með eðlilegum hætti og ekki skyndilega. Honum verður með hryllingi hugsað til Belgiska Kongó og þess sem gerzt hefur í mörgum fyrri nýlendum öðrum. Þess vegna er það von hans, að sjálfstæði Madagaskar komi til með að þýða jákvæða endurnýj- un, nýtt blóð, ef svo má að orði komast, en ekki blóð bað. Og, eins og hann sjálfur hefur sagt: „Við erum ekki Afríkumenn. Við erum ekki Asíubúar. Við erum við sjálfir." Það munu fáir af yngri kynslóðinni vita, hver Ru- dolpli Valentino var, en hinir eldri muna kvik- myndahetjuna, sem dó árið 1926. Stöðugt eru lögð á leiði hans ný blóm frá syrgjandi konum. í fæðing- arbæ lians, Torino á Ítalíu, er þessi stytta af honum. > < Hin þekkta, franska vísnasöngkona Anny Flore lieldur á verndargrip, sem hún kallar Florette og sem á að hjálpa henni að vinna sér liylli fólksins. peimilisblaðið 51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.