Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 39
Hróar og Helgi
Fyrir langa löngu réð ekki aðeins einn
konungur ríkjum í Danmörku, eins og nú
er, heldur voru þeir margir. Þá var Skánn
og Suður-Svíþjóð hluti af Danmörku, og
ríkinu öllu réðu Leirukonungar.
Á milli Hróarskeldu og Holbæk er nú
þorp, sem heitir Leira. Það er heldur lítið
Þorp, en þegar saga okkar gerðist, fyrir
meira en þúsund árum, höfðu Leirukon-
ungar þar aðsetur sitt, og þaðan fóru þeir
hingað og þangað um landið, til að líta
eftir og heimta skatta þá, sem þeim bar.
Einu sinni voru tveir bræður konungar
í Leiru. Þeir hétu Hálfdán og Fróði. Hálf-
dán átti tvo syni og eina dóttur, en Fróði
átti ekkert barn. Hann öfundaði bróður
sinn og hugsaði:
„Hvaða vit er í því, að við ráðum ríkj-
um saman? Ef bróðir minn væri dáinn,
væri ég einn konungur. Synir hans eru
ekki nema tólf ára gamlir, og dóttir hans
er gift og býr langt héðan; ég vildi, að
hann væri dáinn!“
Að lokum lét hann sér ekki nægja að
kugsa um þetta, heldur drap hann bróður
smn og tók sér einum konungstign. Prins-
arnir, Hróar og Helgi, flýðu, því þeir voru
kræddir um líf sitt. Þeir héldu til lítillar
eyjar í ísafirði, en þar bjó bóndi, sem
Vífill hét og hafði alltaf verið tryggur
tegn Hálfdánar konungs.
„Verið hjá mér fyrst um sinn,“ sagði
Vífiij. ,,Þið getið falið ykkur í jarðhúsinu,
sem ég hef grafið, ef Fróði konungur skyldi
koma að leita ykkar.“
Hróar og Helgi bjuggu nú í bezta yfir-
seti hjá góða bóndanum Vífli og léku sér
N 'ð hundana hans. Fróði konungur var illa
minn af öllum, vegna þess hve vondur hann
var og ágengur, og fólkið sagði:
..Hvar eru synir Hálfdánar konungs?
etum við ekki fengið þá fyrir konunga?
ið viljum ekki hafa Fróða fyrir konung
lengur!“
Þegar Fróða barst þetta til eyrna, ákvað
hann að láta drepa Hróar og Helga, og
gömul spákerling sagði honum, að þeir
væru á laun hjá Vífli bónda. Fróði kon-
ungur gekk strax á skip sitt og sigldi til
eyjarinnar.
Vífill hafði sagt Hróari og Helga, að
þeim væri óhætt að vera úti í skóginum,
þangað til hann kallaði á hundana, en þeg-
ar þeir heyrðu sig kalla á þá, skyldu þeir
fela sig. Fróði konungur kom og spurði
Vífil hvar drengirnir væru og sagðist ætla
að taka þá heim með sér til að setja þá til
mennta. En Vífill trúir þessu ekki, heldur
kallar á hundana, sem komu strax á harða
spretti, en drengirnir földu sig í jarðhús-
inu. Vífill sagði Fróða, að hann mætti sín
vegna leita um alla eyjuna; þar væru eng-
ir drengir, en konungur trúði honum ekki
og sendi menn sína til að leita. Hróar og
Helgi sátu niðri í jarðhúsinu og heyrðu
til leitarmannanna uppi yfir sér, en þeir
fundust ekki og Fróði konungur varð að
síðustu að snúa heim aftur til Leiru, án
þess að ferð hans bæri nokkurn árangur.
„Það þýðir ekki fyrir ykkur að dvelja
hér lengur,“ sagði Vífill við drengina, „því
ef þið gerið það, finnur Fróði konungur
ykkur einhvern góðan veðurdag og lætur
drepa ykkur. Þið skuluð heldur fara til
Signýjar systur ykkar, sem er gift Sævari
jarli. Hann getur verndað ykkur betur en
ég, og hann getur kennt ykkur vopnaburð.“
Hróar og Helgi fóru svo til kastala Sæv-
ars jarls, en vildu ekki segja til sín í fyrstu.
Þeir komu til jarlsins klæddir sem smala-
drengir og báðu hann að taka sig í sína
þjónustu.
„Hvað getið þið gert til gagns?“ spurði
jarlinn.
„Við getum gætt sauða,“ sagði Hróar.
„Við getum líka drepið úlfana,“ sagði
Helgi, ef þú gefur okkur sverð!“
Jarlinum leizt vel á þessa hugrökku
drengi og tók þá í þjónustu sína, og svo
leið tíminn, þangað til komið var að jólum.
Fróði konungur hafði boðið öllu stór-
menni landsins til Leiru í jólaveizlu, og
þangað fóru meðal annarra Sævar jarl og
frú hans. Smaladrengirnir tveir stukku
báðir á hestbak og riðu aftast í fylgdarliði
KEIMILISBLAÐIÐ
83