Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 8
Bréf frá ókunnugum Smásaga eftir FREDERIC BOUTET. StundvíSLEGA klukkan níu gekk Monsieur Lefresnay virðulega inn á skrifstofu stór- verksmiðjunnar. Hann tók sér sæti og opn- aði þau bréf, sem honum höfðu borizt. Skyndilega virti hann eitt bréfið undrandi fyrir sér, og las það með athygli: „Ég elska yður, og ég hef lengi átt í sálarstríði við sjálfa mig, en nú held ég þetta ekki út lengur, ég verð að segja yður það. Síðar skuluð þér fá að vita, hver ég er. Sjálf er ég hrædd við þessa ófyrirleitni mína . . . En ást mín er sterk- ari en ég sjálf. Um nætur, þegar allt er hljótt, hvísla ég nafn yðar, „Edmond, Edmond“. Aðeins þegar ég er ein, voga ég mér að nefna þannig nafn yðar. Ég sé fyrir mér þróttmikinn svip yðar og hin einbeittu augu. Við þekkjumst, við hittumst oftlega. Ég stunda vélritun, til að leyna því hver ég i rauninni er. Eftir nokkra daga fáið þér annað bréf. Ég elska yður.“ Undirskrift var engin, og bréfið var ritað á venjulegan pappír, í vél af ofur venju- legri gerð. Monsieur Lefresnay las það aftur. Hann hrukkaði ennið og braut heil- ann ákaft um það, hver gæti verið höf- undur þess. Síðan reis hann úr sæti, gekk að speglinum og virti lengi og nákvæmlega fyrir sér spegilmynd sína. Monsieur Lefresnay hafði jafnan álitið sig langt fyrir ofan aðra menn, hvað gáfur snerti og dugnað, en hann hafði aldrei gengið með neinar grillur um, að hann væri Don Juan. Þegar hann var stúdent, hafði hann stöku sinnum lent í smávegis ævintýrum, en síðan hafði hann gengið að eiga frænku sína, og starfið hafði tekið hug hans og tíma allan. Hann var met- orðagjarn, hafði mætur á peningum, þótti gaman að gefa fyrirskipanir og ráða fyrir öðrum. Hann var orðinn 40 ára og hafði ekki sóað tíma sínum í umhugsun um hið fagra kyn, mörg undanfarin ár. Enn einu sinni las hann bréfið. Hann varð beinlínis hreykinn af því að vera slíkur sem þar var lýst, og aftur gekk hann fram fyrir spegil- inn. í rauninni var hann myndarlegasti maður, honum hafði bara aldrei komið það til hugar fyrr en nú. Ég hef verið einum um of hlédrægur, hugsaði hann. Hann settist við skrifborðið á ný og braut heilann. Þetta var kvenmaður, sem hann þekkti vel, eftir orðum hennar að dæma; stúlka sem hann hitti oft. En hver — einhver af vinkonum konunnar hans? Þær liðu honum fyrir hugskotssjónum: Þrjár þeirra voru fallegar, tvær þolanlegar — hann lét hugann ekki andartak hvarfla að þeim ófríðu — og kona, sem vogaði sér að skrifa honum, hún hlaut að vera fögur. En setjum sem svo, að það væri einhver skrifstofustúlkan hans? Þær voru sex. Hann hafði aldrei hugsað um þær sem lif- andi verur, sem hefðu tilfinningar. f hans augum voru þær aðeins hluti af verk- smiðjuvélunum, sem hönd hans stjórnaði. Gat hugsazt, að nokkur þeirra dirfðist að gefa sjálfum hinum stranga forstjóra auga? Það væri öllu óþægilegra en ef það væri aðeins einhver af vinkonum konunn- ar hans. Hann hélt áfram annars hugar að fara í gegnum bréfin. Nafnlausa bréfið hvarf honum ekki úr huga á meðan hann gaf undirmönnum sínum fyrirmælin, og hann var enn að hugsa um það á eftirlitsferð sinni um verksmiðjuna, sömuleiðis á fund- um með öðrum síðar um daginn — og enn, er hann kom heim í einkahúsið sitt í Neuil- ly um kvöldið. Hver getur hafa skrifað það? Hver er sú, sem elskar mig? hugsaði hann þar sem hann sat þögull við matborð- ið. Og Madame Lafresnay, sem var hljóð- lát og einskisvirði og bar svo mæddan upp- 52 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.