Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 27
ið á mig. — Ég vil aldrei framar sjá þenn- an mann.“ Hún settist niður á sófa. Violanta þagn- aði. Loks tók Dianora aftur til máls og spurði: „Er nokkuð að frétta?“ „Ókunnur maður er kominn hingað og hefur beðið um gistingu,“ sagði Violanta. „Hann veit þó ekki, að ég er hér?“ „Nei. Ég hef heitið honum húsaskjóli, af því að hann kemur mjög vel fyrir.“ „Veiztu, hvað hann heitir?“ „Hann hefur ekki sagt til nafns síns.“ „Þið skuluð vera varkár. Þið vitið, að ræningjar eru alls staðar á ferli.“ „Ókunni maðurinn lítur ekki út fyrir að vera í þeirra flokki.“ „Ekki er allt, sem sýnist. Ég hef sjálf orðið fyrir því einu sinni. . . Bófarnir dul- búast, taka sér nýtt nafn og virðingarheiti og... verið á varðbergi. Jafnvel hinn ótta- legi Rinaldini... — Guð minn góður! Ef hann...“ „Hvað gengur að yður, Dianora?“ „Ó, augun-------höfuðið —“ „Greifafrú." „Þetta líður hjá. Þetta er svimi... Bráð- um líður mér vel. — Æ, þessi draumur. draumur! Hjálpaðu mér að hátta.“ Violanta studdi hana inn í hliðarher- bergi. — Rinaldo fór aftur til herbergis Violöntu, þar sem hann kastaði sér niður á sófann og grét beizklega. Stuttu síðar var dyrum herbergisins lok- upp. Rinaldo reyndi að herða sig upp. Stúlka gekk inn í herbergið og sagði: >,Herra barón! Ég á að vísa yður til her- bergis yðar.“ Hann reis upp og fylgdi á eftir stúlk- unni inn í snoturt herbergi. Hún skildi Ijós eftir hjá honum, fór út og kom brátt aftur, lagði á borðið kaldan mat, ávexti og vín. „Madonna Violanta bað mig að óska yð- Ur sóðrar hvíldar,“ sagði hún og fór út. Rinaldo var hvorki svangur né þreyttur. Komið var að miðnætti, og hann var enn nress og vel vakandi. — Þá var drepið létti- oga á dyrnar. Hann lagði við hlustir, en þá var barið aftur. Hann lauk upp, og lolanta stóð frammi fyrir honum. „Mér er það mjög kært,“ sagði hún, um Heimilisblaðið leið og hún kom inn, „að þér eruð enn vakandi.“ „Ó, ég er svo órólegur, að ég get því engan veginn lýst.“ „Þér hafið heyrt samtal okkar.“ „Ég heyrði allt. Ég var alveg niður- brotinn.“ „Hvað ætlið þér að gera?“ „Kannski lætur Dianora undan og vill fá að sjá mig!“ „Það er þegar orðið.“ „Violanta! Vill hún þá tala við mig? Segið já og gerið mig hamingjusaman." „Við erum búnar að tala mikið og lengi um yður, um leið og ég fylgdi henni til sængur. Ég er búin að undirbúa hana tölu- vert. Ég vona, að hún vilji hitta yður að máli að nokkrum dögum liðnum.“ „Ó, Violanta, ef ég...“ „Ekkert að þakka. Ég á yður líf mitt að launa. — Við ræðum þetta frekar á morgun.“ Hún fór út, og Rinaldo varð einn eftir allur í uppnámi. Hann ætlaði að fara að ganga til hvíld- ar, er hann heyrði fótatak, sem nálgaðist herbergi hans. Dyrunum var hrundið upp og holdgrönn vera, svartklædd, kom inn i herbergið. Svarta grímu hafði hún fyrir andlitinu og munkahettu yfir höfðinu. Um mittið var band með hnútum, en fætur og handleggir voru berir. Þessi ægilega vera stillti sér upp fyrir framan hann og benti á hann ógnandi. Rinaldo stóð kyrr, þreif til skammbyssu sinnar og spurði: „Hver ert þú? Hvað vilt þú?“ Veran svaraði með drungalegri rödd: „Innan sólarhrings skipa ég þér að koma fyrir hinn réttláta dómara allra þeirra af- brotamanna, sem í fylgsnum dyljast. Þú verður sóttur, ef þú kemur ekki af fúsum vilja.“ „Hvað á ég saman við þig, ókunnan manninn, að sælda?“ spurði Rinaldo. „Og hvaða rétt hefurðu til að kalla mig fyrir dómarann?“ „Vegna misgerða þinna.“ Rinaldo benti honum þegjandi að fara út. „Svarar þú alls engu?“ spurði svart- klæddi maðurinn. „Þetta er svar mitt,“ svaraði Rinaldo. 71

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.