Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 2

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 2
SKUGGSJfl AÐALHLUTVERK BLÓÐSINS. Eitthvert þýðing- armesta hlutverk blóðsins er að gera okkur fœrt að anda. Á hverri minútu dælir hjartað 5 lítr- um af blóði til lungnanna og þaöan út í líkamann. í þessu magni af blóði eru um það bil 25 billjónir rauðra blóðkorna, og hvert þeirra tekur með sér ofurlítið af súrefni úr andrúmsloftinu og ber það út í vefi líkamans. Við sjáum, hversu lítið súrefnis- magn það er, á því, að hvert rautt blóðkorn er í þver- mál 1/17.000 mm og vegur 0,00008 grömm. En þótt blóðkornin séu svona lítil. er líf okkar imdir þeim komið, því að verði verulegur skortur á þeim, verður öndunin strax erfiðari. Súrefnisflutningurinn er þó ekki eina hlutverkið, sem rauðu blóðkornin gegna. Þau flytja likamsvefj- unum einnig næringarefni, sem þau taka úr lifrinni og þörmunum. Að jafnaði fer flutningurinn fram með hægum og jöfnum hraða, en ef meira reynir á eitt- hvert líffærið en ella, auka blóðkornin aðflutning nauð- synlegra efna og hraða honum. Ef við t. d. öndum hraðar en við erum vön, reynir meira á vissa vöðva, og þá verða rauðu blóðkornin aö flytja þeim í skyndi aukið magn af súrefni og næringarefnum. Af hvítu blóðkornunum eru um það bil 25 milljarð- ar í líkama hvers fullvaxta manns. Þau eru mjög mikilvægt „varnarlið", sem drepur hættulegar bakterí- ur eða gerir þær óskaðlegar. Hvítu blóðkomin mætti kalla „lögreglulið" líkamans. Ef aðskotahlutir berast inn í blóðið, safnast þau utan um þá og tekst oftast að ryðja þeim út úr líkamanum, ásamt greftinum, sem myndast umhverfis þá. Smæstu blóðkornin em þau, sem valda því, að blóð- ið storknar, ef maður meiðir sig. Af þeim eru um þaö bil 30.000 í hverjum fermillimetra af blóði. Sé þessum blóðkornum ábótavant, storknar blóðið seint eða alls ekki, og getur slik blæðing hæglega valdið bana. Sá sjúkdómur er tíðast arfgengur. Á TÍU ÞÚSUND METRA HAFDÝPI Jacques Piccard komst niður á meira en 10.000 metra haf- dýpi í. kafarakúlu sinni, sem er 2,18 m í þvermál, í Mariana- gröf Kyrrahafsins. Kúlan var gerð úr þrem smíðastálstykkjum, sem síðaD voru logsoðin saman, og á henni voru tveir gluggar úr um það bil 20 cm þykku gleri. Kúlan var ekki látin síga niður í djúpið á streng frá skipi, heldur „sveif“ í sjónUB1 eins og loftbelgur í loftinu. „Plotholt" hennar var geyffl' ir, fullur af sérstaklega léttri bensíntegund, sem tengduf var við hana ofanverða og knúði hana upp á við, eíl „sakkan" var forði af blýkúlum. Bensínið samsvarar þd gasinu í loftbelgnum, en blýkúlurnar sandpokunum. Vaf því hægt að komast á meira dýpi með því að hleypa út bensíni, en stíga ofar með því að sleppa blýkúluin- Neðan í kúluna var svo fest stálstykki, til þess að koina í veg fyrir, að hún rækist harkalega á hafsbotninn. 3.000 STIGA HITI Á HEIMILINU. • Svo hátt hitastig er aðeins hversdags' legur hlutur á svo til öllum iiútimaheimU' um. Það er í raf' ljósaperunni, sen1 það á sér stað. Hita' stig þráðanna fer eftir stærð perunh' ar og er 2.500—3.000° C. Ljósþráðurinn er mesta furðuverk, gildleiki hans er 13/1000 mm, og & hann því sex sinnum grennri en konuhár. Hann er gerður úr málmi, sem wolfram nefnist, og þolir sa málmur þetta mikinn hita í allt að því 1.000 klukkU' stundir. Wolfram bráðnar ekki fyrr en við 3.600° C- Þar sem súrefni loftsins mundi annars sameinast wol' framþræðinum — það köllum við bruna — er peraH lofttæmd og fyllt af gasi, sem ekki sameinast wolfraiU' inu og hindrar uppgufun ljósþráðarins. Svona grannUi' wolframþráður er framleiddur úr wolframdufti We® miklum þrýstingi og við háan hita. ww m i i kemur út annan hveri’ tleim.ihshla.oi0 mánuð> tvö tölubiðö saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 50.00. f lausa- sölu kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er apríl. — Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastrítl 27. Sími 36398. Pósthólf 304. - Prentsm. Oddi h f- í næsta blaði endar framhaldssagan Rinaldo R1,r aldini og þá hefst ný framhaldssaga, en enn er þó ekk1 fullráðið hvaða saga verður tekin. Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbael1.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.