Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 6

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 6
þeirra frá hinum stærri hlutum á sjónum. En bæði næmleika þeirra og sundurgrein- ingarhæfileika eru takmörk sett. T. d. get- ur tækið hvorki greint á milli tréskips og stálskips né kafbáts og hvals. Aftur á móti er „ratsjá“ höfrungsins — sem er hin full- komnasta í dýraríkinu — yfirnáttúrlega næm. „Höfrungnum nægir ekki að taka á móti endurvarpinu," segir dr. Kellogg. „Hann orkar einnig að skilgreina, meta og draga ályktanir af því.“ Með hjálp neð- ansjávarhljóðnema og þar til gerðu segul- bandi gerði dr. Kelogg tilraunir með nokkra höfrunga. Hann kastaði lítilli stál- kúlu í kerið til þeirra, 20 metra frá þeim stað sem höfrungarnir héldu sig á. Sam- stundis fóru höfrungarnir að gefa frá sér undarleg smellhljóð — og tæpum tuttugu sekúndum síðar höfðu þeir fundið kúluna. Höfrungar eru framúrskarandi eftir- hermur. I upphafi annarrar heimsstyrjald- arinnar töfðu þeir fyrir kafbátaveiðum bandamanna með því að líkja eftir mótor- skrölti, ritsíma, skrúfudrunum og öðrum neðansjávarhljóðum. „Orðaforði“ þeirra nær líka fuglablýstri, hæðnishvæsi og hljóði, sem einna helzt líkist ískri frá riðg- uðum hurðarlömum. Ef til vill tekst tilraunasálfræðingnum dr. John Lilly að leysa eitthvað af gátum hafsins með rannsóknum á heila höfrungs- ins. í rannsóknastofu sinni í St. Thomas á Jómfrúareyjum, reynir hann að læra mál höfrunganna og kenna þeim okkar tungu. Dr. Lilly hefur sannreynt að meðalþyngd höfrungsheila er 1,68 kg (en 70 kg þungur maður hefur 1,41 kg heila). í höfrungs- heila eru álíka margar frumur í hverjum rúmsentimetra og eru í mannsheilanum, og hann er að öllu leyti mjög háþróaður. Dr. Lilly hefur hlerað margt með því að koma fyrir hljóðnemum fyrir niðri í kerum höfrunganna og taka hljóðin upp á segul- band. Stundum heyrði hann nokkur orð — að vísu hjáróma —, sem oftast nær voru eftirlíkingar af því sem hann sjálfur hafði sagt. Eitt sinn gerðist höfrungur of nær- göngull við hann. Dr. Lilly hrópaði að hon- um nokkrum ertnisorðum, en höfrungur- inn svaraði um hæl. „Hann hermdi svo vel eftir rödd minni, að konan mín rak upp hlátur,“ sagði dr. Lilly. „Og samstundis rak höfrungurinn upp stórkostlega eftir- líkingu af hlátri konunnar.“ Sumir haflífsfræðingar halda því fram. að gáfnavísitala höfrungsins væri hærri en mannsins ef þeir hefðu haft þörf fyrir að þróa hana. Það hafa þeir ekki gert — lifn- aðarhættir þeirra henta þeim augsýnilega vel og þeir spjara sig ágætlega með því sem þeir hafa frá náttúrunnar hendi. Við get- um hugsað okkur hvað skeði ef höfrung- urinn fullnýtti heilarými sitt einhvern tíma. Ef það reynist rétt, að hinn stóri heili hans sé þannig samsettur og eins há- þróaður og sumir vilja halda fram, er það mögulegt, að einn góðan veðurdag verði maðurinn fær um að eiga samtal við dýr í fyrsta skipti. !■■■■■■■■( < Hin 23-ára gamla Berlínar- \ \ > - stúlka, Birgit Bergen, sem komið hefur fram í þýzka WÉ| | fj 1 sjónvarpinu og síðar í kvik- 1 ÆmS ifflPg myndum, hefur nú fengið til- boð frá bandarískum kvik- IMÉIÍÉ l||Pl & %8|PMÉ|i | % |||||| ■: , myndafélögum um að leika V '' ' '' stórt hlutverk í Hollywood. Þetta töfrandi par hefur sýnt \ f - - j sig á mjólkurvörusýningu, sem I! ísé i|| 1 ii; var nýlega haldin í Englandi. m 11 II11 .# imfem It ..Æ ' - j Þessi fallega stúlka var kjörin IBMIMI ■■■ / - \^ % „ostadrottning" Englands og Sláiif M W* fiwaS ■1 félagi hennar á myndinni er lítill jersey-kálfur. > 138 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.