Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 18
Hann ætlaði að koma hingað til að eyða rottunni, sem leggst á eplin okkar . ..“ Maríó heyrði, hvar bifreið var stöðvuð. Farþegi steig út, og síðan ók bifreiðin aft- ur af stað. Gamli maðurinn vissi, að það var Franc Scarfia, sem kominn var, löngu áður en hin óöruggu skref mannsins nálg- uðust hlustir hans; og um leið og hann heyrði fótatakið, vissi hann að Louie hafði sagt satt, að minnsta kosti að einhverju leyti. Scarfia stóð slangrandi yfir honum. „Hvar er Rósa?“ „Rósa litla fór í bíó.“ „Þú lýgur!“ hreytti Scarfia út úr sér. „Rósa er hér einhvers staðar ásamt þess- um strák — Russo.“ „Rósa litla fór í bíó,“ endurtók Maríó þolinmóður. ,,‘Og Russo er ekki hér.“ En þetta dugði ekki til. Skyndilega fann Maríó gamli fyrir heit- um andardrætti Scarfia framan í sig — og fingrum hans, sem þrýstu að barkakýli gamla mannsins. Og þá varð honum ljóst, að allt það illa, sem hann hafði heyrt um þennan mann, en haldið vera slúður og öfund, — það var allt satt. Hamingjan góða — tilhugsunin ein, ef hann ætti eftir að fá Rósu! Kverkatakið var líkast hnífsstungu, og hann náði vart andanum lengur. En áður en hann missti svo meðvitund, að heyrn hans færi, barst honum að eyrum fótatak: hið hraða, ákveðna fótatak Hardys lög- regluþjóns. Og það jók gamla manninum þrótt til að streytast enn á móti. „Þú ert genginn af vitinu,“ tókst honum að hvísla. „Hardy lögregluþjónn er að koma.“ Hardy lögregluþjónn! Kverkatakið losn- aði. Scarfia hafði mannsblóð á samvizk- unni. Og hann var að eðlisfari raggeit, sem reiðubúinn var til að leggja á flótta. Það þóttist Maríó vita. Og hann sagði: „Að líkindum leitar hann um allt húsið. En það stendur eplatunna niðri í kjallara; hún er næstum tóm. Farðu niður þangað, bakdyrameginn. Tunnan stendur uppi við vegginn, beint þegar inn er komið. Þú get- ur ekki annað en komið auga á hana . . •“ Hardy lögregluþjónn gekk þunguni skrefum upp verandartröppurnar. „Gott kvöld, Maríó . . .“ „Gott kvöld, Hardy minn.“ Þeir voru ágætis vinir. Hardy var vanuí að koma til gamla mannsins daglega uF sama leyti, til að tala við hann og Rósu og þiggja eitt eða tvö epli, sem stóðu honuú1 jafnan til reiðu. „Jæja, ég hafði hugsað mér að gera út af við þessa rottu, sem étur frá okkui' eplin,“ hóf hann máls, glaður og hress að vanda. „Alveg ljómandi. Það er ein andstyggðai’ rotta, það má segja,“ sagði Maríó gaiuú og hló við lágt.. . „Heyrirðu til hennar . . . heyrirðu ekkí, hvíslaði hann, þegar þeir voru komnir að kjallaradyrunum. Hardy lögregluþjónn lagði við eyru. „JU| ég heyri til hennar . . .“ „Bíddu. Stilltu þig um að kveikja á vaSU' ljósinu, þú getur hrætt hana á brott. Láttu mig heldur sýna þér, hve örugglega bliuú' ur maður getur hleypt af byssu . . . Ég reuu á hljóðið, lagsmaður . ..“ Hardy rétti honum lögreglubyssuna sínU’ Skothvellur glumdi við í kjallaranuiu- svo varð dauðaþögn. „Nú máttu gjarnan kveikja á vasaljó3' inu,“ sagði Maríó ofur rólega. Hardy lögregluþjónn kveikti, og i'a^ óðara upp undrunaróp. Svo hljóp hann n$' ur kjallaratröppurnar. Að andartaki liðnu heyrði Maríó haUu koma aftur. „Tók hún ekki til fótanna? spurði gamli maðurinn. „Jú,“ svaraði Hardy lögregluþjónn, 1 nokkuð óvenjulegum tón. „Jú, svo sannai' lega flæmdir þú rottuna, Maríó.“ Maríó greip sem snöggvast upp í hálsú111 með hendinni. Hann fann enn fyrir sviÖu eftir kverkatak Franks Scarfia.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.