Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 24
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI t Framhaldssaga Að nokkrum tíma liðnum kom Leonóra aftur inn í garðinn og rakst þar á Rinaldo, sem sat hugsi í laufskálanum. „Bróðir minn er farinn með Nicanor," sagði hún, „en mágkona mín vill tala við yður.“ Lára vildi fá að vita eitthvað um öldung- inn og hvað hann og eiginmaður hennar gætu haft saman að sælda, en fékk engar útskýringar hjá Rinaldo. — Um kvöldið kom maður með hring til Rinaldos, og hann bjóst þegar til brottferðar. Þegar hann kvaddi, gaf hann Leonoru skilnaðar- gjöf, og flýtti sér svo sem mest hann mátti út úr hallargarðinum í fylgd með Lodovico. Þeir héldu ferðinni áfram alla nóttina, en komu þá að gamalli höll, sem var hið bezta vígi. Rinaldo var kynntur fyrir hall- arverðinum og hann spurði, hver réði hér húsum. „Þetta er höll húsmóður minnar,“ svar- aði Toronero hallarvörður. „Hvað heitir hún?“ „Vitið þér það ekki?“ „Ég veit ekki, hvar ég er og því síður þekki ég eiganda hallarinnar." „En hún þekkir yður.“ „Mig?“ „Hún sagði mér frá komu yðar og þér heitið víst de la Cintra, riddari." „Það er rétt. En hvar er hún?“ „Farin!“ „Hvert?“ „Veit það ekki.“ „Og hvað heitir hún?“ „Ventimiglia greifafrú.“ „Ventimiglia! — Hana þekki ég ekki undir því nafni að minnsta kosti.“ Rinaldo fékk nú bréf frá öldungnum, sem bað hann að senda sér Lodovico. Rin- aldo bað Lodovico að koma fljótt aftur og því lofaði hann. Hallarvörðurinn bað Rinaldo að afsaka, að hann gæti ekki sinnt gesti sínum sem skyldi, en sagði, að Marga- lisa, systir hans, mundi stytta honum stundir. Rinaldo átti engin orð til að lýsa hinu fagra útsýnni úr höllinni. Margalisa bað hann að tala ekki um það, en syngja held- ur eitthvað og leika undir á gítar. „Verðið þér lengi hér í höllinni?“ spurði hún. „Ég hef ekki hugmynd um það.“ „Hér er einmanalegt, þegar greifafrúin er ekki heima. íbúar hallarinnar eru ekki aðrir en bróðir minn og kona hans, stúlka, tvö börn og ég. Það er lítið að starfa — og svo læt ég mér leiðast. Ef þér verðið hér lengi, fer yður áreiðanlega að leiðast." „En þú ert nú hér.“ „Þafð er lítið gagn af því. Hvernig á ég að fara að því að reka leiðindin á dyr?“ „Þú getur sagt mér sitt af hverju.“ „Hvað þá?“ „Sagt er, að ekki sé allt kyrrt hér í höll- inni.“ Margalisa horfði áhyggjufull í kringum sig og mælti: „Um það segi ég ekkert.“ „Ég veit nú dálítið!“ „Hvað vitið þér þá?“ „Það er nú margt og mikið.“ „Þér vitið þá miklu meira en ég.“ Hún breytti um umræðuefni: „Hvernig fellur yður við Ventimigliu greifafrú?“ „Ég þekki hana ekki neitt. Ég hef aldrei séð hana.“ „Og þér eruð þó í höll hennar. Hún á fal- 156 HEIMILISBLAÐIÚ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.