Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 4
Lourdes, hins kaþólska helgistaðar sem frægur var um heim allan fyrir þær sakir hversu margir höfðu orðið þar heilbrigðir, sem taldir höfðu verið ólæknandi. Við höfðum nokkrum árum áður orðið ágætir vinir Franz Werfels, höfundur bókarinnar Óður Bernadettu, sem rekur sögu hins helga staðar. Síðasta hluta bókarinnar hafði Frans skrifað einmitt fyrir framan stóra arinin í veitingahúsi okkar, og ég hafði hlustað hugfangin á frásögur hans af því kristilega þolgæði og þeim kærleika, sem einkennir alla þá sem starfa við hinn helga stað í Lourdes. Nú brauzt einmitt sá staður fram í huga mér sem hið síðasta hálm- strá — hin eina von og tækifæri Pierres. Ekki var ýkja erfitt að finna eitthvert til- efni til Evrópuferðar, því að í Sviss og Aust- urríki voru til sérfræðingar sem e. t. v. gætu hjálpað honum. Og þegar við værum á annað borð komin handan yfir haf, gæti heimsókn til Lourdes orðið mjög eðlilegur áfangi, því að þangað hafði mig lengi langað að koma. Pierre féllst á ao takast ferðina á hendur, en fremur áhugalaus þó. Ég seldi ýmislegt af því sem við áttum, keypti lítinn station-bíl sem þó gat rúmað hjólastólinn, og í janúar 1956 lögðum við af stað, haldin nokkurri von og eftirvæntingu. Við ókum frá Kaliforníu til New York, sigldum yfir Atlantshaf og héldum sem leið liggur frá Le Havre til Parísar. Þegar við höfðum dvalizt þar í þrjá daga, sagði Pierre allt í einu: „Ég er að verða þreyttur á lækn- um. Við skulum halda rakleitt til Lourdes." Fyrsta kvöldið sem við vorum í Lourdes hélt Pierre kyrru fyrir á gistihúsinu á meðan ég gekk til hellisins. Þar fann ég fyrir straumi kærleika og friðar, sem hríslaðist um mig alla. Enda þótt Pierre fyndi fyrir því sama, þegar hann vitjaði staðarins nokkru síðar á- samt mér, hélt hann fast við sína fyrri tor- tryggni og efa. Dag hvem sem við fórum til staðarins, gaf hann sig á tal við alla þá sem nenntu. að hlusta á hann og útmálaði fyr- ir þeim hvers vegna hann tryði ekki á Guð eða kraftaverk. Svo furðulegt sem það var, þá varð enginn til þess að andmæla honum. Prestar, nunnur og pílagrímar hlustuðu á hann og brostu við dauft, en sögðu ekki neitt. En með hverjum deginum varð Pierre rauna- mæddari en nokkru sinni. Tveim vikum eftir komu okkar þangað var þrettán ára stúlka borin inn í hellinn. Búið var að framkvæma á henni þjáningarfullar skurðaðgerðir hvað eftir annað og taka af henni báða fætur. Engu að síður töldu lækn- ar vonlaust um að lækna hana af þeim sjúk- dómi, sem hún var haldin. Pierre, sem var mjög barngóður maður, komst mjög við af þessu; ef að vesalings stúlkan gerði sér vonir um að læknast af kraftaverki einu saman, þa var það í hans augum sjálfsblekking af versta tagi. í beizku vonleysi augnabliksins spurði hann hana, hvort hún byggist við því, að Guð léti hana fá fæturna aftur. Það fór hrollur um mig — það var ekki líkt Pierre að láta annað eins út úr sér. En stúlk- an litla svaraði brosandi, að auðvitað gerði hún sér ekki vonir um það. Hún kvaðst vera komin til Lourdes til þess að hljóta innri styrk. Því næst spurði hún Pierre hvers vegna hann væri svona dapur og vondaufur, úr því að honum liði þó miklu betur en henni sjálfri — því að ekki var hann neinsstaðar þjáður. Orð hennar gengu Pierre hjarta nær. Þegar hemið var brotið daginn eftir á baðlauginni og litla stúlkan lögð niður í kalt vatnið, íór Pierre einnig fram á að fá að laugast. Lækn- ar höfðu sagt, að undir engum kringumstæð- um mætti honum verða kalt né hann vökna, en ekkert varð honum þó meint af baðinu — þvert á móti fannst honum hann vera mjög endurnærður á eftir. Upp frá þessum degi tók Pierre að gera sér betur grein fyrir því, hvað sönn hamingja er. Eftir þetta ók hann um í Lourdes í hjóla- stól sínum þann tíma sem við áttum eftir að vera í Lourdes. Auðsjáanlega hafði heilsu hans ekkert farið fram við dvölina þarna, en hið ágæta skap hans var öllum ljóst. Hann hvatti aðra, hughreysti þá og breiddi sólskini kringum sig — hann var aftur orðinn sá eðli- legi, skilningsríki maður, sem hann hafði áð- ur verið. Jafnframt gerðist breyting á afstöðu hans í trúarlegum efnum, enda þótt honum væri enn ekki hugleikið að ræða um það. Dag nokkurn var Pierre fyrir tilviljun sett- ur í laugina um leið og ungur írlendingur. 200 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.