Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 14
sagði hún að ég færi í taugarnar á sér. Að ég væri leiðinlegur. Þá var það sem fagra brú- in mín brotnaði í spón. Það buldi við brestur, og allt varð dimmt. Ég sökk.“ „Var ekki hægt að gera við brúna?“ „Gera við? Nei, það var ekki hægt.“ „En þér voruð þó ekki dáinn?“ „Nei, en ég dó rétt á eftir. Ég skreiddist að skrifborðinu og tók eitt af eyðublöðum Western Union-símskeytanna upp úr skúff- unni og sendi skeyti til forsjónarinnar þess efnis, að ég óskaði að deyja. Síðan settist ég í hægindastólinn og beið.“ „Fenguð þér svar?“ „Já. Hálftíma síðar kom engill. Hann var klæddur í einkennisbúning Western Union, en samt var hann engill. Hann tjáði mér, að Herrann hefði lesið skeytið og vildi gjaman verða við ósk minni. En þar sem mikið bær- ist til hans af þess konar tilmælum, væri það reynsla hans, að fólk sem sendi slík skeyti hefði ekki alltaf hreint mjöl í pokanum, og þess vegna væri hann kominn til að spyrja, hvort ég hefði einhvern bakþanka í þessu sambandi og hver hann þá væri.“ „En þér hafið þó áreiðanlega ekki haft neinn bakþanka?" „Jú, það var nú einmitt það. Ég hafði nefnilega ekki gefizt upp við Anitru. Það gat ég ekki. Úr því ég gat ekki fengið hana í jarð- lífinu, þá varð ég að fá hana á himnum. Það var semsagt bakþanki minn, að ég gæti hitt Anitru á himnum og gifzt henni þar.“ „En þá varð Anitra að deyja líka,“ sagði ég og lét eftir þeirri löngun minni að vera rökfræðilega samkvæmur. „Það var einmitt það, sem engillinn sagði við mig, en Herrann hafði hugsað sér að Anitra skyldi lifa lengi á jörðunni, hún átti að verða meira en sjötug, en ég sagðist vel geta beðið svo lengi, bara ég gæti verið viss um að fá hana; ég gæti bara ekki reikað um í jarðlífinu án hennar og beðið, það væri óbærilegt.“ SKRÍTLUR Palli: Ég er gæddur þeim einkennilega hæfi- leika, að vita hvað aðrir hugsa um mig. „Fenguð þér þá leyfi til að deyja?“ „Já, það fékk ég,“ svaraði litli maðurinn og brosti í sæluhrifningu. „En hvað kemur þá til, að þér gangið hér um Broadway svo síðla kvölds?“ spurði ég. „Það er svo annað mál. Þér spyrjið svo margs. Líklega skiljið þér mig ekki.“ „Hvar er Anitra niðurkomin?“ „Ekki veit ég það. Ég hef ekki talað við hana síðan þennan dag í Baltimore, þegar hún kom ekki í matinn. En nú eru ekki nema 49 ár þangað til við sjáumst aftur.“ Við vorum komnir að hominu á 49. götu, og litli maðurinn nam staðar. „Búið þér í þessu hverfi?“ spurði ég. Ástin benti á hæstu byggingu veraldar, Empire State Building með 102 hæðir, og sagði: „Ég bý þarna uppi.“ „Á hvaða hæð?“ „Á 103. hæð,“ svaraði hann. „Og góða nótt, helmingur.“ Svo hélt hann áfram léttum skrefum og stuttum. Ég stóð kyrr og horfði á eftir hon- um. Þegar hann kom á homið á Fifth Avenue, snéri hann sér við. Ég hafði verið svo undrandi á honum, að ég hafði steingleymt því að spyrja hann hvers vegna hann kallaði mig Helming. En nokkr- um dögum síðar var ég í brúðkaupsveizlu, þar sem brúðguminn lét þau orð falla í ræðu sinni, að sú goðsögn væri til, að upprunalega hefðu mennimir verið í kúlu-formi, og þannig væru þeir sjálfum sér samkvæmir; en þeir hefðu verið of hreyknir af sjálfum sér, og þess vegna hefði þeim verið refsað með því að kljúfa þá í tvo helminga — sem væru jafnan óhamingjusamir og leituðu óaflátan- lega að þeirri hálfkúlu sem gæti gert þá ham- ingjusama í lífinu. Þetta var skynsamur náungi, þótt smár væri. Ég hefði átt að spyrja hann um hans raunverulega heimilisfang, en einnig því gleymdi ég á meðan tækifæri gafst til. Stína: Það hlýtur að vera óskemmtilegt fyrir yður. 210 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.