Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 16
Svisslendingurinn
sem réð gátur skriðjöklanna
Við rætur svissnesku Alpanna, með hina
voldugu, glitrandi skriðjökla, fæddist afburða-
maður, sem átti eftir að verða fyrsti maður-
inn, pr skildi þýðingu þessara miklu ísauðna,
að gegna í jarðsögunni.
Louis Agassiz fæddist árið 1807, og fékk í
vöggugjöf alhliða áhuga á undrum náttúrunn-
ar. Engjarnar og silfurtær vötriin, sem voru
umhverfis fátæklegan fæðingarbæ hans, buðu
ungum dreng upp á margt lenydardómsfullt
athugunarefni, og þegar foreldrar hans, sem
voru gáfuð og guðhrædd, sýndu honum fegurð
náttúrunnar, fann hann, að hún hefði yfir-
bragð mikilleika Guðs.
Hann var gáfaðastur af systkinum sínum,
og móðir hans sá svo um að hann fékk stórt
herbergi til rannsókna og tilrauna sem hann
stundaði. Hann var fæddur foringi, og aðrir
drengir í bænum hlýddu honum þegar hann
skipaði þeim að veiða fiska og skordýr, eða
safna plöntum. Þessi sterklegi, rauðbirkni
drengur, með brúnu augun byrjaði þegar á
barnsaldri að þroskast í þá átt að verða vís-
indamaður og kennari, enda stendur Ijómi um
nafn hans enn þann dag í dag.
Þegar hann var tíu ára gamall, höfðu for-
eldrar hans efni á að senda hann í heimavistar-
skóla og fimmtán ára gamall innritaðist hann
í menntaskóla.
Þar lærði hann fljótt það mikið í latínu,
grísku og stærðfræði að hann gat lokið prófi,
en annars eyddi hann mestu af tíma sínum á
náttúrufræðisafninu.
Til þess að gleðja föður sinn hóf hann lækn-
isnám, en þegar hann hafði lokið prófi lagði
hann þá grein á hilluna.
Við háskólana í Zúrich, Heidelberg og Mún-
chen hlaut Louis Agassiz heiðursviðurkenning-
ar og varð vinsæll nemandi.
Bezti vinur hans hét Alexander Braun, og
bjuggu þeir saman. Braun varð síðar frægur
grasafræðingur. Braun átti systur sem hét
Cécilie og tókust ástir með henni og Louis, og
þau giftust árið 1833.
Þótt Louis Agassiz væri aðeins 26 ára hafði
hann þegar náð alþjóðlegri viðurkenningu fyr-
ir rannsóknir sínar á sviði náttúruvísinda.
Þýzkur landkönnuðir höfðu gefið honum sér-
kennilega fiska, sem þeir höfðu veitt í fljótum
Brasilíu. Þeir voru næstum allir af áður ó-
þekktum tegundum, en Agassiz gat fljótlega
greint þá og skýrt, og greindi frá þessu í
bókum um niðurstöður sínar, frá ýmsum tím-
um ásamt frábærum teikningum.
Agassiz varð oft að svelta til þess að geta
gefið út niðurstöður rannsókna sinna. En ekki
var einu verkinu lokið þegar annað tók við.
Fjallaði það um ferksvatnsfiska í Mið-Evrópu,
um steingervinga af fiskum, kórala og kuð-
unga. Það þekkist varla nokkur annar náttúru-
fræðingur í sögunni, sem hefur unnið eins
stórkostleg afrek, á eins mörgum sviðum, og
þeim sem Agassiz stundaði á fyrstu annríkis-
árum sínum.
Fræðsluhæfileikar hans voru einnig með fá-
dæmum. Fyrsta staða hans var prófessors-
embætti við háskólann í Neuchatel. Laun hans
voru lág og rannsóknarstofurnar búnar léleg-
um tækjum. En Agassiz þurfti raunar ekki
annað en fróðleik sinn og mælsku til þess að
vekja áhuga nemendanna á efninu.
Jafnhliða kennslustundunum flutti hann
fyrirlestra um margvísleg efni og ætíð fyrir
troðfullu húsi áheyrenda. Þegar hann fór í
gönguferðir, hópuðust börnin um hann því
frásagnarhæfileikar hans voru svo frábærir
að jafnvel fífill — eða lítið lamb — urðu að
hreinustu undraverum.
En hið mikla starf sem Agassiz innti af
höndum í þágu náttúruvísindanna var í öfugu
hlutfalli við hugsun hans um heimilishagi-
Cécile var gáfuð og siðavönd kona. Hún ann-
212