Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 17
aðist börnin þeirra þrjú af miklu ástríki, og
teiknaði jafnframt óviðjafnanlegar myndir af
fiskum í nokkrar bækur eiginmanns síns.
En hún var veikbyggð og tilfinningarík, og
þær byrðar, sem henni voru lagðar á herðar
urðu henni ofraun.
Heimili hennar var ætíð fullt að hirðuleysis-
legum vísindamönnum, teiknurum og stein-
Prenturum. Heilu næturnar rökræddu þeir
vandamál náttúruvísindanna við Agassiz, og
mat heimtuðu þeir á öllum tímum sólarhrings-
ins, og settust að í húsinu — svo mánuðum
skipti — ef svo bar undir.
En það var ekki nóg með þetta. Hverjum
eyri, sem Cécile tókst að útvega, eyddi maður
hennar í bókaútgáfur um hið vísindalega
starf sitt. Það var því ekki furða þótt Cécile
flýði stundum til bernskuheimilis síns í Þýzka-
landi. En þegar það kom fyrir flutti móðir
Louis á heimilið og annaðist son sinn og vini
hans. Hún var glaðlynd og stjómsöm, og kunni
þá list að láta Hfið líða auðveldlega og án
erfiðis.
Þegar Agassiz hafði setið sólarhringum
saman boginn yfir skrifborði sínu, gat hann
skyndilega risið á fætur, teygt úr sterklegum
líkamanum og hrópað: „Nú skulum við fara
út og sjá hvernig hefur gengið með skrið-
jökulinn.“
Og svo lögðu hann og vinir hans af stað til
þess að njóta sólskinsins í Alpafjöllunum.
Agassiz var orðinn gagntekinn af þeim við-
fangsefnum sem ísbreiður Alapfjallanna buðu
upp á.
Fram til þessa höfðu menn reiknað með að
vatnssraumar hefðu skapað lögun dalanna og
fljótanna — ef eitthvað var hugsað út í þetta
efni á annað borð.
Vatnsstraumurinn átti einnig að vera skýr-
'ng á því aö maður gat allt í einu fundið stærð-
ar slípistein úr graníti á svæði sem aðeins var
gert úr kalksteini. Jafnframt álitu menn að
jökullinn héngi eins og klakadrönglar á bjarg-
hrúnum. En bændurnir vissu að ef maður féll
niður í jökulsprungu og dó, mundi lík hans
fljóta með vatninu fram undan jöklinum að
vissum tíma liðnum.
Smátt og smátt skapaði Agassiz sér mynd
af sköpun jarðarinnar. Hann skildi að hinir
L-mynduðu dalir hlutu að vera grafnir af ís-
Heimilisblaðxð
num. Dalir sem vatn hafði grafið niður voru
V-lagaðir. Hann reiknaði einnig út að hin
frægu fjallavötn í Sviss hefðu myndast við
það að mismunandi vatnshlaup hefði stíflast
af jökulöldum, þ.e.a.s. jarðlögum sem hinn
hreyfanlegi ís hafði borið með sér en orðið
eftir þegar ísinn bráðnaði.
Og hinar djúpu skorur í þessa tröllauknu
graníthella hlutu að hafa myndast við það
að laust grjót hafði borist með horfnum jökul-
hlutum, sem á sínum tíma höfðu borið þá með
sér alla leið ofan úr fjöllunum.
Svissnesku bændurnir sögðu að gróðurlendið
við rætur skriðjöklanna stækkaði með hverri
kynslóð. Af þessu dró Agassiz þá ályktun að
skriðjökullinn bráðnaði smátt og smátt —
minnkaði ár frá ári — og nú hófst hann handa
við að sanna hvort þessi kenning væri rétt og
hóf að mæla hraða og stefnu skriðjökulsins.
Með hjálp nokkurra áhugasamra vina byggði
hann sér ofurlítinn kofa á Aarjöklinum þar
sem hann kom sér upp tilraunastöð. Þetta var
fyrsta bækistöð hans, og þaðan stundaði hann
rannsóknir og tilraunir árum saman. Röð af
járnhælum, sem hann hafði rekið niður, þvert
yfir jökulinn, hreyfðist til. Þeir sem voru í
miðjunni færðust fyrst, þar til að þeir féllu
að lokum.
Þetta sýndi að hreyfingin var mest í miðjum
jöklinum, og á yfirborði hans. Með því að
leggja sig í lífshættu lét Agassiz sig síga niður
í eina af þessum djúpu, blágrænu jökulsprung-
um og rannsakaði þá þessa ógurlegu ísrisa að
innanverðu.
Hann gerði sér ferð til Skotlands og fékk
staðfestingu á að í háfjöllunum þar voru
greinilegar núningsrákir, sem stöfuðu af fram-
rás jökla.
Hann fór gaumgæfilega yfir árangur rann-
sókna sinna og grundvallaði á þeim hina mikil-
vægu ísaldarkenningu sína.
Þessi kenning gerir ráð fyrir að gífurlegt
ísmagn hafi sigið niður yfir lönd Norður-Ev-
rópu frá pólasvæðunum og breytt útliti yfir-
borðs jarðarinnar.
Þegar hann birti þessar kenningar sínar var
þeim mætt með ískulda og efasemdum. Jafnvel
sumir hans beztu vina sögðu að honum hefði
verið nær að rannsaka aðeins fiska.
En Agassiz hélt sitt strik, skrifaði bækur
213