Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 28
Natalie kinkaði kolli, án þess að snúa sér
við. „Já.“
„Hvað er nú að?‘‘ spurði Annabel ákveðin.
„Þú hefur þó ekki komið til þess að segja mér,
að allir karlmenn séu eins, því það veit ég.“
Hún hló dálítið hvellar en venjulega. „Ef til
vill hefi ég upplifað eitthvað líkt þessu.“
„Það var ekki þannig,“ flýtti Natalia sér að
segja. „Hann — hann sama sem bað mig um
að giftast sér, Annabel.“
„Hvað? Spurði hann þig hvort þú vildir
giftast sér, Larry Burgess? Hann er einhver
eftirsóttasti piparsveinn í bænum."
Natalie brosti lítið eitt. „Er það ekki
öfugt? “
„Öfugt? Þetta er furðulegt. Stórkostlegt.
Og hvenær ætlar þú að giftast honum? “
Natalie hló að ákafanum í Annabel. „Ég
ætla alls ekki að giftast honum.“
Annabel varð sem þrumu lostin. Hún hné
niður á legubekkinn, og starði ásakandi á
Natalie.
„Geturðu ekki skilið, að ég elska hann
ekki,“ svaraði Natalie alvarlega. „Ég get alls
ekki gifst honum, án þess að elska hann.“
„Það gætir þú vel gert, en þú ert svo mikill
þöngulhhaus, að þú ert vís til að láta það
vera.“
Hún sló krepptum hnefunum niður í legu-
bekkinn.
„Ég vildi gefa mikið fyrir að fá slíkt tæki-
færi. Ég hefi endalaust verið að nudda í þér,
til þess að fá þig til að fara út og skemmta
þér, og komast í kynni við karlmenn, því ég
hefi vorkennt þér að eiga engan aðdáanda —
en hvað skeður. Þú kynnist eins frábærum
manni og Larry Burgess, sem bæði hefur góða
stöðu og peninga, og þegar hann spyr þig,
hvort þú viljir giftast honum, hryggbrýtur
þú hann. Hefur þú virkilega vísað honum al-
gjörlgea á bug, Natalie?“
Natalie snéri sér frá glugganum.
„Nei — ekki algjörlega,“ sagði hún með
hægð. Þú skilur. Hann fór ekki fram á að
ég svaraði þegar í stað. Hann sagði aðeins
að — að hann væri ástfanginn af mér, og
einhven daginn bæði hann mig að giftast
sér.“
Það varð þögn. Annabel reis á fætur.
„Þá hefur þú ekki verið alveg eins heimsk
og ég bjóst við.“
„Hvers vegna segirðu þetta?“ Rödd Natalie
varð óvenjju hvöss. „Hvers vegna hafði það
verið heimskulegt af mér, að segja honum
strax, að ég vildi ekki giftast honum? Hvað
kemur staða og peningar þessu máli við. Mað-
ur giftir sig ekki vegna þess. Hvernig getur
nokkur gift sig, öðrum manni en þeim, sem
maður elskar.“ Rödd hennar fjaraði út.
„En þú gætir lært að elska hann. Þú mund-
ir geta gert það, ef þú legðir þig fram.“
Natalie hristi höfuðið. „Ástin er ekki neitt,
sem kemur og fer eftir óskum, eða skipun-
um. Það er þess vegna sem lífið er — er
hreint víti.“
Hún faldi andlitið í höndum sér, og gaf
frá sér eins og lágt kjökurhljóð.
Annabel gekk til hennar og tók um herð-
ar hennar. „Kæra vinkona. Heldurðu að ég
skilji þetta ekki. Ég er ef til vill dálítið ill-
kvittnisleg við þig, en ég geri það til þess
að reyna að koma ögn af skynsemi inn í þitt
fallega, heimska höfuð. Kastaðu ekki frá þér
tækifærinu, að giftast góðum, myndarlegum
manni, sem getur veitt þér peninga og ham-
ingju, aðeins fyrir draum, sem ekki getur
rætzt. Þú hefur lifað í þessum draumi allt
þitt líf. Og það er ekki rétt, hvorki gagnvart
þér, né honum líka, Natalie.“
„Meinar þú, að þetta sé ekki rétt gagnvart
Bob?“ hvíslaði hún.
„Hvers vegna þyrfti það að vera það. Hann
getur ef til vill líka verið hrifinn af þér, en
þar horfir öðru vísi við. Hann er kvæntur.
Ég efast um, að konan hans vildi gefa honum
eftir skilnað. Og geri hún það, myndi það
áreiðanlega verða honum til mikils baga. Vafa-
samar skilnaðarástæður, eru ekki heppilegar
fyrir þekktan skurðlækni, sem á framtíðina
fyrir sér. í slíku tilfelli yrði samúð fólks öll
með konunni, en andúðin bitna á lækninum.
Ef þú elskar hann í raun og veru, skaltu
hverfa úr lífi hans. Það hlýtur þú að skilja?“
Natalie sat á svefnbekknum, þar sem Anna-
bel hafði látið hana setjast. Það var þján-
ingarsvipur á andliti hennar, og hún néri
hendurna í örvæntingu.
„Þú hefur rétt fyrir þér,“ sagði Natalie.
„Þangað til nú fyrir skömmu áleit ég, að ég
224
HEIMILISBLAÐIÐ