Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 30

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 30
Hann hallaði sér þreytulega áfram og studdi olnbogunum á hnén. „En þetta hefði ekki þurft að fara svona, það er það hörmulega. Ég get ekki enn skil- ið hvað gerðist. Uppskurðurinn hefði átt að takast. En í þess stað ...“ Hann herpti sam- an varirnar. „Ef til vill var ég of þreyttur, eða ef til vill hafa hendur mínar tapað leikni sinni.“ Hann brosti dapurlega. „Þetta er ó- skemmtileg játning, Natalie.“ „Þannig mátt þú ekki tala!“ hrópaði hún, ákveðið og skipandi. „Vafalaust hefur ekki' verið hægt að bjarga honum. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að allar skurð- aðgerðir takist vel.“ „En það var engin ástæða ... að minnsta kosti engin skiljanleg ástæða ... mér finnst ég ... ó, Natalie. Mér finnst ég vera morð- ingi.“ „Bob. Hvorugt þeirra tók eftir því, að hún kallaði hann nú fomafni í fyrsta skipti á skrifstofunni. Hún stóð á fætur og lagði höndina á öxl hans. „Bob, vertu nú svo góður að tala ekki meira um þetta. Þú mátt ekki hugsa svona. Ég skil ekki hvað er að þér. Ég hefi aldrei séð þig þannig fyrr. Þú ert þreyttur. Þér finnst þú hafa beðið ósigur. En þú sérð þetta allt í réttu ljósi á morgun." Hann sagði ekkert, en greip hendi henn- ar og þrýsti hana. Loks sleppti hann henni, en sat kyrr. Hún stóð við hlið hans, horfði á hann, en vissi hvorki hvað hún átti að segja eða gera. Hún þráði að hughreysta hann. Hún hefði viljað fórna öllu í heiminum til þess að mega vefja hann örmum, og láta dökkhærða höfuðið hans hvíla við brjóst sér. Fallega andlitið hans var harmþrungið, og gráu hárin í vöngunum urðu meira áber- andi í síðdegissólinni. Hann leit út fyrir að „Mér hefur aldrei mistekist uppskurður fyrr á þennan hátt,“ hélt hann áfram, eftir stutta þögn. „Ég hefi alltaf getað fundið skýringu á því, ef illa hefur farið. Ég re næstum skelfdur við tilhugsunina um það, að þurfa að gera fleiri uppskurði, og að mér mistækist aftur.“ „Bob,“ sagði hún biðjandi. Hún lá á hnján- um við hlið hans og hélt föstu taki um hand- legg hans. „Þú mátt ekki ... þú mátt ekki tala svona. Þetta hefði ekki farið svona, ef þú hefðir ekki verið sjálfur sjúkur. Þú lítur út fyrir að vera veikur, Bob. Farðu nú heim og hvíldu þig.“ Svo þvingaði hún sig til þess að bæta við: „Farðu heim, og talaðu við frú Bradbum, svo að þú róist.“ „Hún er ekki heima.“ Hún stóð á fætur og starði undrandi á hann. „Ekki heima?“ „Nei. Fór til Suður-Frakklands, til ein- hverra vina, sem eiga skemmtisnekkju. Ég veit ekki hvað hún verður lengi í burtu. Senni- lega nokkrar vikur.“ Hún sagði ekkert, stóð hægt á fætur og gekk að skrifborði sínu. Marjorie hafði farið burt, einmitt þegar hann þarfnaðist hennar. Og var hún sjálf ekki einnig með ráðagerð um að fara, og segja upp starfi sínu hjá honum. Það hafði verið ætlun hennar, að segja honum þetta, um leið og hann kæmi, en hvernig gat hún gert það nú? En ég verð að gera það, hugsaði hún. „Ég verð. Annars er ég glötuð.“ Hann hafði risið á fætur, og reikaði til dyranna á skrifstofu sinni. „Mér þykir leitt, hvað ég hagaði mér heimskulega," sagði hann — „en mér hefur orðið styrkur í því að tala við þig um þetta. Við gætum ef til vill borðað saman í kvöld? Á fallegum og hljóðlátum stað. Ef til vill hafa þetta ekki verið mistök mín. Ef til vill hafa taugarnar ekki verið nógu sterkar. Ann- ars hélt ég að ég hefði taugar, sem aldrei biluðu. Hvað sem því líður, langar mig til að segja þér nánar frá þessu. Það yrði mér meiri hjálp, en ég fæ með orðum lýst.“ Hún svaraði honum með því að hneigja höfuðið, og hann fór. Hún stóð og studdi sig við skrifborðið, föl og skjálfandi. Henni fannst sem eitthvað ó- afturkallanlegt hafi gerzt. Eitthvað sem var ekkert skylt því, þótt þau borðuðu saman kvöldverð. En það var útilokað að vera með nokkra hugaróra. Hún var ákveðin í því, að segja upp, þegar Marjorie kæmi heim. Þegar hún var að klæða sig um kvöldið, kom Annabel inn. Framhald 226 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.