Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 35

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 35
Kalli og Palli eru í veiðiferð. Allt í einu fá þeir risafisk á öngulinn. „Ég er allt of stór í pottinn ykkar,“ geispar fiskurinn, þegar þeir draga hann upp. Kalli skýst heim eftir allra stærsta pottinum þeirra. „Hann hlýtur að vera nógu stór, hugsar hann. En það kemur í ljós, að fiskurinn hafði rétt fyrir sér. Potturinn er allt of lítill. Þá henda sport- veiðimennirnir sinum stóra feng aftur í vatnið. „Við skulum reyna að veiða smærri fiskana, þeir eru mátulegir í pottinn okkar." Soffía frænka hefur gefið Kalla og Palla stóran kassa með súkkulaði og bók um reykmerki Indíán- anna. Palli fer á bak við hæðina til að gefa Kalla merki. Að hálftíma liðnum kemur hann aftur. „Skildirðu reykmerkin?" spyr hann ákafur. „Já, bað getur þú verið viss um,“ svarar Kalli ánægð- ur, „þú gafst mér merki um að ég skyldi borða súkkulaðið sem fljótast og það gerði ég líka.“ Aumingja Kalli hafði verið snuðaður um súkku- laðið, og það leið langur tími áður en hann fann upp á þessum leik aítur.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.