Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 6
Hann hrukkaði ennið, og hún hélt áfram: „Skilurðu ekki, að það þýðir ekki aðeins að varpa því frá sér og reyna að gleyma því, heldur verður maður að ræða út um málið ? Þú veizt ofur vel, að mér þótti áður fyrr fjarska vænt um Philip. Allir á skrif- stofunni vissu það. Og- ég skammast mín heldur ekkert fyrir það,“ sagði hún nokk- uð einbeitt, þegar hann reyndi að fjar- lægjast hana ögn. „Þú verður að skilja, að mér var mjög hlýtt til Philips, og ef hann hefði veri ðöðruvísi en hann var, þá hefðum við getað orðið hamingjusöm saman. En nú er það aðeins einn maður í öllum heiminum, sem ég met einhvers og sem ég treysti í einu og öllu; aðeins einn maður sem er hugsjón mín holdi klædd og jafnvel meira en það, og það ert þú.“ Með tár í augum bætti hún við: „Elsku bezti vinur, láttu ekki þennan skugga komast að okkur, úr því ég elska þig jafn heitt og ég geri, af öllu mínu hjarta.“ Hún bæði brosti og grét í senn, og hann tók hana aftur mildilega í faðm sinn. Varir has fundu fyrir vörum hennar, og hann hvíslaði bh'ðuorðum í eyra hennar, sagði að hún væri ástin hans og allt hans líf. En samt sem áður var hún ekki fullviss um, að hann tryði henni. Hafði minningin um það liðna vikið úr huga hans, eða ætl- aði hann aldrei að geta losað sig við hana? Ó, það væri tilgangslaust og fullkomlega ói’éttlátt, ef sá skuggi ætti að elta hana allt hennar líf. Hún hafði ekkert af sér gert, þurfti ekki að ásaka sig fyrir neitt. Þau héldu hvort yfir um annað þar sem þau gengu út úr lystigarðinum. Hún gat ekki stillt sig um að halla höfðinu að öxl hans, rétt eins og til þess að leita sér styrktar, huggunar og öryggis. Þau fóru að tala um framtíðarfyi-irætl- anir sínar. Bráðum ætluðu þau að halda brúðkaupið. Eigið hús og garð ætluðu þau að hafa. Dásamlegt var að ræða um heim- ilð, sem brátt átti að verða þeirra eigið- Það var von hennar, að Andrew væri hætt- ur að hugsa frekar til Philips. En hún ótt- aðist samt um, að það gerði hann. Þegai’ þau kysstust og skilnaði seint og um síðir, fannst henni eins og einhver gremja í kossi hans. Nancy fann ekki fyrir hinni minnstu gremju í garð Philps; hún var komin yfú’ allt slíkt. Um tíma hafði hún óskað sér þess að vera dauð — og það hafði algjör- lega verið hans sök. Philip hafði raunveru- lega elskað hana; hún trúði því enn statt og stöðugt. Hún var starfandi á skrifstofu föður Philips þegar hann kom þangað til að kynnast starfsemi fyrirtækisins. PhiliP var maður fjarska myndarlegur og aðlað- andi, en geysilega veikgeðja. Andrew starfaði við þetta sama fyrir- tæki, en hún hafði aldrei litið á hann á þennan hátt. Hann var nokkuð hærra sett- ur, var eldri og óaðgengilegri. Philijo var maður ljós á brún og brá, hlá- eygur með birtu hraustleika yfir sér. í fyrsta skipti sem þau litu hvort annað augum, kviknaði viss þrá hjá báðum. Nan- cy var sjálfri ofur ljóst, hvernig henni leið, en að honum liði eitthvað svipað- það gat hún varla skilið. Það var of dá- samlegt til að geta verið satt. Kvöld eitt, þegar þau unnu eftirvinnu á skrifstofunni, rann það upp fyrir þeim, að þau voru ástfangin hvort af öðru. PhiliP kyssti hana. — Hann var fyrsti maðui’- inn sem nokkru sinni hafði kysst hana- Hinn glæsilegi sonur sjálfs húsbónda henn- ar var orðinn ástfanginn af henni og vildi kvænast henni. Allavega töluðu þau um væntanlegt hjónaband, og Nanccy leit á sig sem trú- lofaða honum. Þess vegna var það henni ógjörningur að skilja það til fulls, hvernig’ 42 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.