Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 18

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 18
ekki einn einasti ræningi hafa verið lif- andi eftir í húsinu. 1 þögninni, sem fylgdi ávarpi Barboza til ungfrú Coulters, sneri Barboza sér að Curzon. „Megum við svo heyra, hvað Roy da Luz hefur að segja — hinn hugrakki da Luz, sem óttast ekki að framkvæma hetju- verk sín einsamall." Húrrahróp kváðu við allt í kring, og bik- urunum var barið í borðið af hrifningu, þegar Curzon ýtti stólnum sínum aftur á bak og stóð á fætur. „Ég ætla ekki að halda ræðu til heiðurs nokkrum manni, og ekki heldur til heið- urs nokkurri konu,“ sagði hann rólega. „En ég ætla að drekka skál tunglsljóssins í Mexíkó. Það er hinn undirföruli og svik- uli máni, sem kemur okkur karlmönnun- um í óhamingju." Hann lyfti glasi sínu og bar það að vörum sér. „Ég drekk skál mánans og þess sársauka, sem hann veld- ur.“ Því næst hélt Desafio ræðu fyrir minni mexíkanska þjóðardrykksins, Tesvino. En Barboza virtist hafa misst allan áhuga fyr- ir borðræðum, þegar hann hafði haldið sína, og nú tók hann að rífa í sig matinn með mikilli græðgi. Hann dró stórt fat með heitum kjötréttum fram fyrir sig, og án þess að ómaka sig á því að nota hníf og gaffal tók hann að troða í sig, en sósan og safinn úr kjötinu draup úr skeggi hans og lak af fingrunum. „Hvar hefur þú og litla senoritan hugs- að ykkur að dvelja hveitibrauðsdagana?“ gaf hann sér tíma til að spyrja, meðan hann troðfyllti ginið af mat. Curzon átti ekki vanda til að fá óbeit á náunga sínum, en það var hreinasta þrekraun að horfa á Barboza, án þess jafn- framt að komast í manndrápsskap. „Hvar sem vera skal,“ svaraði hann kæruleysislega og vonaði, að andstyggðin, sem hann hafði á Barboza, væri ekki allt of auðsæ á andlitssvip hans. „Einhver hefur sagt mér, að þú séi't vanur að draga þig í hlé inn í gjárnar 1 Chuhuichupa-fjöllunum, þegar mjog' þrengir að þér,“ sagði Barboza. „Það eru til margir, sem tala um hluti, sem þeir hafa ekki minnstu hugmyd um, svaraði Curzon. Barboza hnyklaði brýnnar á óheillavsen- legan hátt, en hann vildi frá sadda fov- vitni sína, og lét sér því ekki nægja þetta svar. „Hefurðu í hyggju að taka ungfrú Coul- ter með þér, þegar þú ferð héðan?“ spurði hann. „Meðan ég hef ekki fengið greitt það lausnargjald, sem ég krefst fyrir hana, hef ég hugsað mér að hafa hana einhvers staðar svo nálægt mér, að ég geti litið eftu' henni,“ svaraði Curzon. Svartskeggjaði ræninginn gaut rökuiu augunum til Jay Coulters. „Það er ekkert skemmtilegt fyrir sen- orituna — að vera fimmta hjólið undn' vagni, allra sízt á brúðkaupsferð," sagði hann. „Það væri mjög nærgætnislegt af þér, da Luz, að gera aðrar ráðstafanii' viðvíkjandi ungu stúlkunni." , . (t „Eg hef þegar gert mínar ráðstafanii', sagði Curzon rólega. „Hvert ferð þú með hana, þegar þú fei’ð héðan?“ spurði ræninginn. „Þangað, sem ég fer sjálfur!“ „Og hvert ferð þú?“ Curzon greip til gamals, mexíkansks málsháttar, sem hann hafði heyrt einhvefS staðar, og sagði: „Þegar Indíáninn og rádýrið og fuglin11 eru horfin, þá eru þau horfin. Þannig el það einnig með da Luz.“ Desafio leit með karlhæðnislegu augna- ráði á Barboza, og hláturinn sauð niði'1 í honum. Svarti ræninginn gaut augunuxn ógnandi til hans og sneri sér því næst aÖ 54 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.