Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 29
Carl Aage stirðnaði upp af hræðslu. ^kjálfandi höndum brá hann boganum á hné sér og braut hann um þvert, rétt eins 0gl hann með því móti gæti gert hið skeða engu, og henti brakinu inn í runnana, en áfram héldu ópin að berast að eyrum hans. Fleiri raddir fullorðinna bættust nú ^1*, og hver spurði annan svo að allt rann 1 eina bendu. Móðir hans birtist í garðdyrum hússins. »Hvað hefur eiginlega komið fyrir, Carl Aage?“ spurði hún óttaslegin. Drengurinn hljóp kjökrandi í áttina til hennar og greip yfir um hana. »0, mamma, mamma, ég hef skotið hana i^ger Lise beint í augað.“ »Hvað ertu að segja, drengur?“ stam- aði hún upp, án þess að vilja trúa þessum i'æðiiegu orðum. Hún hristi drenginn til, eins og til þess að fá hann til að segja e'tthvað skynsamlegra, Heimilisblaðið „Hvað eru eiginlega að segja?“ endur- tók hún í hærri tón og varð litið í skelf- ingu til stauragirðingarinnar, þaðan sem ópin bárust, sem nú voru reyndar miklu lægri en fyrr. Carl Aage var alveg viðutan af skelf- ingu. Hann gat aðeis endurtekið: „Hvað á ég að gera? Hvað get ég gert?“ Hjartsár grátur drengsins kom móður hans til að horfast í augu við skelfinguna í fullu ljósi. „Elsku drengurinn minn,“ tautaði hún örvílnuð, á meðan hún leiddi hann inn fyrir og að legubekknum. „Þetta er mér að kenna allt saman, elsku drengurinn minn. Hvers vegna bannaði ég þér ekki að leika þér með þennan hættulega boga? Það var þó skylda mín að gera það.“ Þau kippust bæði við, þegar heyrðist í sjúkrabílnum. Hljóð hans barst nær og nær. Glaðar drengjaraddir kváðu við utan frá götunni: „Hæ, Viggó, það er eitthvað að gerast. Sjúkrabíllinn kemur þarna, — við skulum koma og sjá hvað er á seyði.“ Carl Aage gróf andlitið ofan í legubekk- inn og hélt höndunum fyrir eyrunum, en líkami hans hristist af krampakenndum grát. Nokkur stund leið, áður en móður hans tókst að hugga hann að nokkru ráði, en þá stóð hún upp, gekk út og hraðaði sér heim að húsinu þar sem Inger Lise bjó. Þegar hún kom þangað var sjúkrabíllinn þegar lagður af stað aftur. Úti í garðin- um stóð fólk og talaði saman i lágum hljóð- um. En heima hjá lnger Lise var enginn eftir í húsinu nema vinnukonan. „Annað augað var víst stungið út,“ stamaði hún, en augu hennar sjálfrar urðu stór af undrun. „Þau hjónin fóru bæði til spítalans með henni.“ Móðir Carls Aage var að yfirliði kom- in, þegar hún kom heim aftur. Hún vissi 65

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.