Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 27
Lásbogi Hvíta Arnar BARNASAGA EFTIR VALDEMAR LARSEN Carla Aage var indíánahöfðingi. Hann V;u' i'íkulega skreyttur höfðingjabúnaði llleð höfuðfjöðrum og stríðsöxi, og baráttu- hi'óp hans kvað við í öllu einbýlishúsa- hverfinu, þar sem hann réði einn ríkjum ahavega þegar mömmu hans var ekki hlt í höfðinu. Hann var einbirni og sem slíkur í miklu eHirlæti í fjölskyldunni, en þetta var hi'austur og fjörmikill drengur, sem þoldi Vel þesskonar atlæti án þess að verða óþol- andi með öllu. Honum var sá hæfileiki gefinn í ríkum lnæli að geta skemmt sér vel einsamall. Oftast var hægt að koma að honum nið- ln’sokknum í einhverja áhugaverða óreng-jabók, sem hann svelgdi í sig liggj- andi þversum í hægindastól, ellegar önn- nrn köfnum við að framkvæma einhverjar . r hetjudáðir sem hann hafði lesið um 1 bókunum. Kannski var hann á trígris- óýraveiðum í villikjarri garðshomsins, eða lann lá í leyni fyrir einhverjum vegfar- anda með vasaklút bundinn fyrir vitin og stóru hvellhettubyssuna sína í höndunum, leiðubúinn til að hleypa af. En hann gat allt eins vel verið prinsinn úr einhverri ^vintýrabókinni, með riddarahjálm og SVenð, eða þá Tarzan, apakonungurinn, Sem rak upp slík siguróp að bergmáluðu 1 öllu hverfinu. Það vildi Carl Aage til laPps, að í nágrenninu bjó mestmegnis snrnalt fólk gætt nægri þolinmæði, enda notfærði hann sér þá aðstöðu ríkulega. Umhverfis garðinn að húsabaki var stauragirðing. Ef hann klifraði upp á ^nmlan trjábol, sem stóð þar, þá gat hann séð lnn í garðinn hjá Inger Lise. Hún H E 1 M I L I BLAÐIÐ þurfti aftur á móti ekki annað en fara upp á bekk sín megin til þess að sjá yfir gervallt konungsríki Carls Aage; og þó var reyndar annar staður þar sem börnin gátu séð hvort annað án nokkurrar sér- legrar fyrirhafnar: Á einum stað í staura- girðingunni hafði einn plankinn brotnað, og einmitt í réttri hæð. Þennan dag var Carl Aage indíánahöfð- inginn Hvíti Örn. Allan eftiimiðdaginn í gær hafði hann dundað við að útbúa sér stóran lásboga, og árangurinn hafði farið fram úr öllum vonum. Hann var allt að því metri á lengd og hinn álitlegasti grip- ur, og honum fylgdi löng bambusviðarpíla sem að auki var skreytt stélfjöður og skörpum oddi. Móður hans fannst næstum nóg um, þegar hún sá þetta; en þar sem hann hafði svo mikið á sig lagt við að út- búa þetta allt, hafði hún ekki fengið af sér að banna honum að leika sér með grip- inn. Auk þess var hann líka aleinn í garð- inum. Og Carl Aage skemmti sér konunglega. Hvað eftir annað lét hann örina fljúga af bogastrengnum. Stundum faldi hann sig í runnaþykkninu, en stundum hljóp hann um grasflötina, og þegar honum heppn- aðist að láta örina standa fasta í bréki einhvers af gömlu trjánum, þá gall við siguróp hans svo hreystilega, að Inger Lise klifraði að lokum upp á garðbekkinn sín megin. „Æ, hvað þú ert hávær í dag, Carl Aage,“ sagði hún með uppgerðar ávítun. Það átti sér nefnilega stað sídegisverðar- teboð fyrir allan brúðuhópinn hennar meg- in landamerkjalínunnar, og þetta striðs- 63

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.