Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 22
og- menn hans mundu án efa standa við hlið honum. Hér þýddi ekki neitt að vera með neina samninga lengnr. Nú var aðeins eitt eftir: Opinber mótspyrna, stríð upp á líf og dauða. Apache hafði skriðið upp á hnén á Cur- zon og stakk mjóa trýninu sínu upp fyrir borðbrúnina, og með litlu, kringlóttu aug- unum sínum starði hann ákaft á Barboza. Hundurinn skynjaði vel það óveður, sem var í aðsigi í salnum, og hárin á hryggn- um hans tóku að rísa. Hundurinn skildi, að eitthvað hættulegt var á seiði, og hann var reiðubúinn til að taka virkan þátt í stríðinu, þegar honum væri gefið fyrsta merkið. Barboza laut áfram með báða hnefana á borðinu og beið átekta með illgimislegu glotti. „Þetta er verzlun", sagði hann sigri hrósandi og meinfýsnislega. „Verzlu milli heiðarlegra manna — milli félaga!“ „Ég sé ekki þessa fimmtán þúsund pes- os“, sagði Curzon og greip í síðasta hálm- stráið. Honum var innan brjóst, eins og blóðið fjaraði hægt og hægt úr hjarta hans. Ræningjahöfðinginn þreifaði með hönd sinni til beltisins. Hann fálmaði með hinum klunnalegu fingrum sínum, auðsjáanlega til að ná í peningapyngjuna sína. En allt í einu komst allt á ringulreið við aðaldyr- nar. Hann starði þangað með hinu and- styggilega og skuggalega augnaráði sínu. „Hver er þarna?“ öskraði hann. „Sendiboði til Barboza", svaraði einhver. „Á hann að koma inn?“ „Látið hann koma“, sagði ræninginn eft- ir stutt hik. „En djöfullinn sjálfur skal flá hann, ef hann kemur hingað til að trufla mig með smámunuum. Ég skal skræla hann lifandi, ef fréttin, sem hann hefir að flytja er eitthvert þýðingarlaust rugl“. Sendiboðanum var tilkynnt leyfi Bar- boza, og augnabliki seinna kom Tarahum- ara-Indíáni inn í salinn og gekk óttasleg- inn að borðinu. Maðurinn var hálfnakinn, lítill og riðvaxinn náungi með rauðan klút bundinn um svarta og gljáandi hárið. Hann var mjög móður og rykugur fra hvirfli til ylja af hinum hröðu hlaupum sínum. „Nú“, rumdi í ræningjanum, „hvað er þér á höndum“? „Ég er hér með bréf til don Pio Bar- boza!“ sagði sendimaðurinn. ',,Ég hitti varðmennina fyrir utan, þeir sögðu, að hér gæti ég hitt senor Barboza“. „Bréf, segirðu? Hver sendir mér bréf? „Bréfið er frá Corcuera kapteini, sen- or.“ „Hvað þá! Til mín? Frá litla kapteins- fíflinu? Þú hlýtur að vera vitlaus! Hvað skyldi hann geta verið að skrifa mér“? Hjartað í Curzon hætti næstum því að slá, þegar hann sá hinn tröllaukna hnefá a Barboza teygja sig eftir bréfinu, sem sendiboðinn rétti honum. Hann vissi, að nú voru öll sund lokuð. Hann vissi, hvað stóð í bréfinu. Það var dauðaþögn í salnum, og allra augu mændu á ræningjann, sem nú var að opna bréfið. Hann leit lauslega yfJ1’ það, og þykku varirnar hans hreyfðust, Þegar hann stafaði sig áfram. Allt í einU rak hann upp öskurkenndan hlátur henti bréfinu í Curzon. „Corcuera kapteinn býður mér tíu þus- und pesos fyrir Ruy da Luz, dauðan eða lifandi. Sjáðu sjálfur, hvað hann skrifar- Lestu sjálfur —“ sagði hann og hló iH' kvittnislega. Curzon sat eins og steingerfingur og gerði sig alls ekki líklegan til að taka bréf- ið. „Nú hefurðu fengið þína borgun!“ sagði Barboza sigri hrósandi og litlu grísaraug' un hans ljómuðu. „Tíu þúsund pesos, sem Corcuera ætlar að borga mér! Hann mundi líka borga mér fimmtán þúsund, ef krefðist þess. Þarna höfum við það 58 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.