Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 3
Hann safnði snjókornum Eftir DAVID og RAFAEL EPSTEIN Bandaríkjamaðurinn Wilson Bentley, sem um hálfrar aldar skeið hefur varið frítíma sínum í að ljósmynda snjókrist- alla og- gera á þeim lýsingar, er þekktur ^eðal veðurfræðinga um allan heim. Þetta yar ekki annað en óbrotinn sveitamaður 1 Vermont, en sérhver sem leggur stund a ti'æðilega rannsókn úrkomu, þekkir nafn ^ans og verk og notast við þær 6000 smá- s.larljósmyndir hans, sem eru heimildar- efni sem enginn fræðimaður á þessu sviði ^efUr án verið. ^ilson Bentley fæddist í þennan heim í febrúarmánuði 1865 á sveitabæ í grennd Vlð Jericho í Vermont. Þegar í bernsku varð vai-t hjá honum sérstakrar rannsókn- ar-áráttu og hæfileika í þá átt, og innan v|ð tíu ára aldur hafði hann þegar komið Sei' upp einstökum gróðurreit sem hafði að geyma svo til allar burknategundir í Vei'montfylki. Svo var það á 15 ára afmælisdaginn lans, að foreldrar hans gáfu honum smá- sla. Þannig vildi til, að það var snjókoma Peiinan dag, og Wilson lét snjókorn falla a tilraunaplötu og brá henni undir smá- sJana. I mikilli hrifningu kallaði hann á ^ahrles eldri bróður sinn, til þess að hann &æti Séð það sem fyrir augum blasti, en því miður var snjókornið bráðnað, þegar Charles kom á vettvang. En Wilson lét að sjálfsögðu ekki þar við sitja. Hann fór með smásjána út fyrir húsdyrnar og lét hana kólna, — svo að hann gæti sýnt for- eldrum sínum, hvaða leyndardóm hann hafði uppgötvað. Og það sem eftir var æv- innar vann hann að því meira og minna að veita öðrum mönnum innsýn í þann töfraheim, sem snjókristallarnir ljúka upp, séu þeir grandskoðaðir. Þegar hann var tvítugur, hafði hann þegar áunnið sér fullkomna tækni á þessu sviði. I brekku nokkurri skammt frá bæn- um hafði hann reist sér skúrbyggingu og komið þar fyrir ljósmyndavél og smásjá, þannig að hann gat Ijósmydað snjókomuna við dadgsbirtu og náð á filmu allri gerð hennar í smæstu atriðum. Sæmilegur snjó- stormur veitti honum í aðra hönd að öll- um jafnaði 50—75 slíkar myndir. Gjarn- an lét hann þessar „fyrirsætur" sínar falla á svartan flauelsklæddan bakka, sem hann hélt út um opnar skúrdyrnar, unz komin voru 10—20 stykki. Því næst gaumgæfði hann kristallana gegnum smásjána, valdi svo einn, sem hann setti á tilraunaplötu til nánari athugunar og ljósmyndunar. Bentley varð þannig sérfræðingur í

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.