Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 8
þeim, hversu falleg og skynsöm stúlka hún var, þessi sem hann hafði borið gæfu til að vinna. Þau urðu ásátt um það, að veizlan skyldi haldin heima hjá Nancy, og stúlkan og móðir hennar sneru sér heilshugar að und- irbúningnum. Andrew kom sjálfur í tæka tíð þennan eftirmiðdag og hjálpaði til við að færa til þung húsgögn, því að ætlunin var að gestirnir gætu dansað. Nancy tók á móti honum með eldhússvuntuna utan um sig, sló örmunum um háls hans og sagði: „Ég get varla trúað því, að þetta sé allt saman veruleiki! Ég hef aldrei haldið að nokkur gæti orðið svona hamingjusam- ur eins og ég. Ég er svo hamingjusöm, að ég er næstum því hrædd við að viðurkenna það!“ Hann hélt henni frá sér andartak, virti broshýrt andlit hennar fyrir sér og sagði: „Ekki á morgun, ástin mín, heldur hinn — þá erum við gift! Þá ert þú mín um alla eilífð!“ Hún lagði höfuðið að öxl hans og stundi værðarlega, og þar sem þau stóðu þannig þögul, var það í sjálfu sér jafn mikil ást- arjátning og þúsund blíðuorð. Þá var það, að síminn hringdi svo gall við; hljóðið var eins og hnífstunga í sjálfa kyrrðina. Nancy losaði sig úr faðmi And- rews og tók upp símtólið. Andartaki síðar sneri hún sér að honum, og þá var sem öll gleði hefði verið burtu máð úr svip hennar. „Viljið þér bíða andartak," sagði hún lágt í símann. Síðan lagði hún hann frá sér og gekk til Andrew. „Andrew. Þú verður að hjálpa mér. Þetta er Philip. Hann hefur orðið fyrir alvarlegu bílslysi. Hann liggur á spítala og langar til þess að ég tali við sig . . . “ Það kom hörkusvipur á Andrew. „Einmitt það.“ Hún sveiflaði handleggnum eilítið eins og í beiðni. „Elsku vinur, þú gerir mér ekki auð- veldara fyrir. En mér finnst það skylda mín að fara til hans. Hún var nánast skelfd, þegar hún sa, hversu beiskjublandinn svipur Andrews var orðinn. Hann sneri sér frá henni og gekk að glugganum. Hún sá að hann kreppti hnefana og átti fullt í fangi nieð að stilla sig. Svo sneri hann sér að henni aftur, án þess að gánga til hennar. „Heyrðu mig nú, Nancy, reyndu að beita skynseminni. Þú skuldar þessum Phihp ekkert, það er nú eitthvað annað. Hinsveg' ar finnst mér, að þú skuldir mér — sVO' litla tillitssemi. Ég krefst þess, að þ11 gleymir þessum Philip!“ ■ „Þú veizt, að ég hef gleymt honum. veizt, að þú ert eini maðurinn í öllum heim- inum. fyrir mig. En ég ... ég get ekki brugðizt . . . “ Hann mælti í tóni, sem hún hafði aldi’el heyrt til hans fyrr: „Þú ert gengin af vitinu! Veiztu, að eftir hálfan annan tíma kemur hingað fólk sem við höfum boðið til veizlu . . . ?“ „Já, veit ég vel, Andrew, en reyndu bai’a að skilja mig: Hann er einmana. Hann hefur slasazt mjög mikið og illa. Og er eina mannveran sem hann kærir sig um að sjá, — og hefur nokkurn tíma kæi’t sig um í rauninni, því það er ég viss um* Hann kom illa fram við mig aðeins af þvl’ að hann er veikgeðja, en ég var sú eina sem honum þótti í rauninni vænt um. h11 verður að segja gestunum, að ég hafi nauð- synlega þurft að fara í sjúkravitjun. Ég kem aftur eins fljótt og ég get.“ „Þú hlýtur að vera gengin af vitinU> Nancy, fullkomlega gengin af vitinu • • • Hún gekk aftur að símanum, tók upP tólið og sagði: ,Já, ég kem.“ Andrew gekk að henni fokvondur, °°' þegar hún hafði lagt á greip hann um handlegg hennar. Hún hafði lengi vitað, að Andrew átti það til að vera uppstökkuÞ þótt hann stillti sig að öllum jafni, en 1 44 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.