Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 14
„Við verðum ef til vill að halda á stað eins og við værum hundeltir.“ „Kæmi mér ekki á óvart.“ „Er hliðið læst?“ „Já, með hengilás og keðju, og tveir menn standa á verði við það“. „Hefurðu talað við þá?“ „Já, þeir eru önugir yfir því, að þeir fá ekki að taka þátt í veizlunni. En þeir verða víst kyrrir, þar sem hann hefur skipað þeim að vera. Barboza lætur ekki óhlýðnast skipunum sínum.“ „Hérna eru þrjár flöskur af koníaki, Sam. Þú getur sagt varðmönnunum, að það sé Barboza sjálfur, sem hafi sent þeim þær. Hvað mikið af þessu þriggja-stjörnu gutli heldurðu að þurfi til þess, að einn af þessum náungum sjái allt tvöfalt?“ „Ein flaska ætti að vera nægjanleg til og gera þá dálítið rangeygða, næsta flaska fær þá til að halda, að allt í einu hafi skoll- ið á niðdimm þoka, og þriðja flaskan — það er nú hreinasta ölæði. En ef meira skyldi þurfa, þá hefur maður þó alltaf tómu flöskurnar til að svæfa þá með.“ Toomey setti hækjuna aftur undir hand- legg sér, stakk flöskunum þremur í vasa sína og haltraði á stað út í myrkrið. Þegar hann kom aftur skömmu seinna, sauð hlát- urinn niðri í honum. „Þeir hefðu getað faðmað mig að sér og arfleitt mig að öllu, sem þeir áttu og höfðu undir höndum,“ sagði hann. „Ha, ha! Þú hefðir bara átt að sjá, hvað mannagreyin urðu glöð! Við þurfum ekki að óttast þá. Og nú skaltu bara heyra. Allir hestar Barboza standa úti í réttinni. Þeir eru með reiðtygjum og tilbúnir til alls. Barboza er reiðubúinn að halda á stað með augnabliks fyrirvara." Curzon leit spyrjandi á félaga sinn. „Hvernig heldurðu, að útlitið sé fyrir okkur?“ „tJtlitið fyrir okkur er svipað og útlitið væri fyrir gamla ruggustólinn hennar móð- ursystur minnar í nautaati — ef til vill varla eins gott,“ svaraði Toomey. „Ef við hefðum ekki þessar tvær stelpur meðferðis, þá væri réttast fyrir okkur að laumast héðan burtu undir eins.“ „Það er einungis vegna stúlknanna, að vörður hefur ekki verið settur yfir okk- ur,“ sagði Curzon. „Barboza er ljóst, að við munum ekki yfirgefa þær. Meðan hann veit, hvar þær eru; þá veit hann einnig, hvar okkar er að leita.“ „Já, já, þetta er alveg augljóst. Við neyð- umst til að vera stórbokkalegir, það skil ég. Og það hefur þér tekizt prýðilega hing' að til. Ykkur Barboza kemur ágætlega sam- an.“ Toomey hallaði hinu reifaða höfði sínu töluvert til hliðar og horfði forvitnislega á vin sinn: „Heyrðu — hreinskilnislega sagt,“ sagði hann, „ert þú ekki da Luz • „Það gildir í sannleika sagt alveg einU, hver ég í raun og veru er, ef ég aðeins hef þenna hatt á höfðinu," svaraði Curzon og stóð kyrr stundarkorn eins og í þungun"1 þönkum. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði hann svo. „Þú getur ekki verið til neins gagus inni í húsinu. Þú verður heldur að vera hérna hjá hestunum, ef ske kynni, að við þyrftum á manni að halda hérna úti.“ Múlrekinn varð allt annað en glaður a svipinn, þegar hann heyrði þessa tillögU- „Þrjótarnir eru mjög prúðir eins og saku standa,“ sagði hann, „en það þarf ekk1 mikið til að breyta þeim í hýenur.“ „Tveir á móti hundrað," sagði Curzon, „geta ekki mikið meira en einn á mót1 hundrað.“ „Tveir menn, sem eru samtaka," sagði Toomey, „fá meiru áorkað en tuttugu, sen1 berjas dreifðir." „Það er ekki það, sem á veltur. Ef manui er þrengt upp að vegg og verður að slásL þá slæst maður, þó maður sé einn á mót1 þúsund. En hlustaðu nú á, hvað ég hugsað mér: Þú ferð með hestana upp 1 litla lundinn, sem við fórum fram hja, rétt áður en við komum að hliðinu. ÞaI 50 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.