Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 24
inu á honum, að þessi hattur veimdaði hann gegn öllu illu, væri verndaripur hans, að hann væri glataður maður án hattsins. Hann laut leifturhratt niður, þreif upp hattinn og setti hann fast á höfuðið. 1 sömu svifum heyrði hann viðvörunar- hróp frá Jay: ,,Ruy — gætið yðar!“ Curzon leit við nógu snemma til að sjá framan í útatað trýnið á Barboza, sem gægðist upp yfir borðbrúnina. Annað auga ræningjans — það eina, sem var nokk- umveginn notanlegt — tók mið eftir skammbyssuhlaupi, sem beindist beint að hjartastað Curzons. Ekki brot úr sekúndu mátti fara til ó- nýtis. Curzon kenndi sársauka í þindinni, svo að hann varð að gretta sig, en hann kipptist við, þegar hann sá eitthvað hvítt þjóta eftir borðinu. Það var Apache, sem tekinn var til starfa. Einasta viðvörunin, sem hann gaf Bar- boza, var stutt og illskufullt gelt, svo þaut hann beint í andlitið á honum. Tvær raðir af oddhvössum tannröðum skullu saman um klunnalegt, kjötmikið nefið á ræningja- höfðingjanum. Skammbyssan datt glam- randi á gólfið, og svarti ræninginn datt aftur á bak, fálmandi með höndunum og öskrandi hinar hræðilegustu formælingar. 1 nokkrum skrefum var Curzon kominn að stiganum, en í sömu svifum færðist líf í hópinn. Á slíkum augnablikum er það vaninn og æfingin, sem stjórnar verknaði mannsins. Sá, sem vanur er að nota hníf, grípur til hnífs síns, sá sem vanur er að nota skamm- byssu, grýpur til skammbyssu sinnar — það gerist alveg ósjálfrátt, án þess að menn hafi hugmynd um það. Hér var nóg af hnífum og skammbyssum, en í fyrstu æsingunni gleymdi Curzon alveg, að hann hafði vopn á sér. Eðlishvöt hans skipaði honum a ðnota hnefana og berjast áfram með þeim. Skothvellur heyrðist gegnum hávaðann og annar til. Einhverstaðar heyrðist mað- ur reka upp sársaukakvein. „Hættið að skjóta“, hrópaði einhver. „Við hittum hvern annan. Hættið að skjóta!“ „Notið hnífana!" hrópaði annar. „Sting- ið hann! Stingið hann!“ Þeir ruddust nú aftur að Curzon og ein- asta leiðin fyrir hann að komast út ui þessari hringiðu var að komast til stigans. En Desafio og fjórir eða fimm aðrir voru þar í vegi fyrir honum. En þegar menn- irnir ruddust fram, skauzt Desafio til hlio- ar og stóð kyrr í kima undir stiganum- „Ég verð hlutlaus“, sagði hann. „Nú þurf- ið þér aðeins að berjast við níutíu og níu • „Þakka yður fyrir!“ Curzon greip um brúnina á stóra eikar- borðinu, lyfti því upp og velti því á móti mönnunum, sem þustu fram, en beygð1 sig þó jafnframt í skjól við það. Hið þunga borð féll alveg yfir þá næstu og fjórir eða fimm menn ultu um koll öskrandi og böl- vandi. „Níutíu og fimm!“ taldi Desafio og hlo- Curzon gaf sér ekki tíma til að telja, heldur hnipraði hann sig saman til að stökkva upp í stigann. 1 sömu svifum fann hann þunga hönd á öxl sinni, sem hélt honum lcyrrum. Hann sparkaði aft- ur fyrir sig og heyrði mann detta. En aðr- ir komu í, stað hins fallna. Til allrar ham- ingju komust þeir ekki vel að vegna hvers annars. En Curzon fannst hann vera 1 knattspyrnuleik, þar sem hann gat ksert sig kollóttan um allar reglur — hanu sparkaði og sló, beit í hönd, sem kom nálægt honum, rak hné í maga á manni, greip stól og mölbraut hann á mannshaus. Meðan á öllu þessu stóð hafði hann gleymt, hvar stiginn var, þangað til hann heyrði rödd Jay Coultars: „Ruy — hérna!“ „Flýtið yður — flýtið yður burt!“ sagði Curzon. Hann stökk fram, en nokkrir menn 60 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.