Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 15
bíður þú eftir okkur. Hvernig þú kemst með hestana, hef ég ekki minnstu hug- mynd um, því verður þú sjálfur að ráða ft'am úr. Ef þessir tveir menn drekka ekki fr'á sér ráð og rænu, þá verður þú að fh'ekkja þeim í koníakinu, sem þeir kunna dð leifa.“ »Ég ber þá með flöskunum í hausinn,“ sagði Toomey. „Það tekst áreiðanlega. En hvað svo?“ »Ef við neyðumst til að flýja, þá er auðveldara fyrir okkur að klifra yfir trjá- virkið en komast út um hliðið. Við verð- L,m að hafa hestana tilbúna, þegar við ^mum yfir.“ »Mér lízt ekki á þenna möguleika,“ sagði T°omey og hristi höfuðið. „En ég skil vel, við hvað þú átt. Já, já, ef þér skyldi heppn- dst að komast út með stúlkurnar, þá skaltu ara halda rakleitt að lundinum. Þar muntu t’Una mig með hestana. Þú getur verið ^ólegur þess vegna.“ Curzon dvaldi enn nokkra stund við að le'ka um land óðalssetursins, athugaði út- tvggingarnar og trjávirkið og rannsakaði aiit, sem einhverja þýðingu gat haft. Óð- ulið virtist vera vel nytjuð og nýtízku jörð. stóru og löngu útihúsi uppgötvaði hann '“'dbúnaðarvélar — vélaplóg, þreskivél og stóran, aflmikinn traktor. Tunglsljósið var lldt?janlega bjart til þess, að hann gæti les- fírmanafnið á vélunum. Þetta var frá ei'oit-firma. Keppinautur við firma sjálfs mns hafði skotið honum hér ref fyrir rass. Eann brosti með sjálfum sér um leið °£ hann lokaði dyrunum á eftir sér. Hann r ai' ekki að hugsa um verzlunarerindi eins ^ sakir stóðu. Slíkt tilheyrði aðeins fjar- .íe8'ri fortíð, sem hann gat naumast skil- að nokkru sinni hefði verið til. Hann endaði rannsóknarför sína með i ’ að ganga meðfram trjávirkinu, mæla l8eð þess, gægjast inn í skuggalega króka ^ kima og yfirleitt kynnast sem bezt öll- Urtl aðstæðum. Það, sem hann kynntist H E IM I L 1 S B L A Ð I Ð hérna, gat ef til vill orðið honum að haldi síðaiv Varkárnin sakaði að minnsta kosti ekki. Það var undir miðnætti, að tónar bjöllu einnar heyrðust frá aðalbyggingunni. Mað- ur einn kom hlaupandi eftir garðinum og kallaði á alla til stofu. Veizlan skyldi hefjast. XV. Veizla brúðhjónannu. Barboza hafði gert allt sem í hans valdi stóð, til þess að veizlan gæti orðið eins íburðarmikil og stílfull og frekast var unnt. Allt það bezta, sem til var á heimilinu, var ekki of gott handa Ruy da Luz og hinni aðalbornu brúði hans, svo að ekki sé nú talað um svartskeggjaða ræningjann sjálf- an. Borðum hafði verið slegið upp í hinu stóra anddyri, þaðan sem járnstiginn lá upp á efri hæðina, og þar sem — ef munn- mæli voru á annað borð sönn — hinir tuttugu og fjórir veizlugestir höfðu sofn- að svefninum langa milli allra kræsing- anna fyrir hundrað árum síðan. Menjarnar eftir rán og rupl ræningj- anna í húsinu höfðu verið máðar burt. Einhvei's staðar höfðu þeir fundið nokkra trébúkka, tekið allar hurðir af hjörunum og lagt þær yfir búkkana, svo að þær mynduðu löng og breið borð. Þar skyldu hinir óbreyttu ræningjar sitja — dreggj- arnar af þeim sora, sem Barboza hafði safnað utan um sig. Handa Barboza sjálf- um og liðsforingjum hans, svo og heiðurs- gestunum hafði verið borið á stórt, útskor- ið eikarborð, sem á var fagur knipplinga- dúkur og silfurföt, fyllt með ávöxtum og blómum. Við hvert sæti var silfurbikar og nokkur vel slípuð kristalsvínglös, og það glitraði á hina dýrmætu silfurmuni fjölskyldunnar undir blaktandi ljósi loft- lampanna. Borboza stóð fyrir miðju borði heiðurs- 51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.