Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 23

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 23
fúnmtán þúsund pesos. Þetta eru heiðar- leg viðskipti, Ruy! Við stöndum báðir við þau!“ Ræninginn sneri sér við og hoi'fði á Ur>gu stúlkuna, sem sat kyrr í sæti sínu og vafði knipplingasjalið um sig. „Lausnargjaldið er greitt, senorita. Þú ert ekki lengur eign da Luz. Þú ert eign Rarboza!“ Hann stóð riðandi á fætur og 1-etti höndina út eftir henni. En áður en hin viðbjóðslega hönd hans hafði snert hana, var Curzon stokkinn upp at stólnum. Stóra steikta kalkúnhænan var næst hendinni. Hann þreif í aðra leppina á henni og eindengdi henni síðan heint framan í andlitið á Barboza. XVI. ójafn bardagi. Kalkúnhænan var prýðilega steikt. Hún var meyr, og safinn og sjóðheit sósan lak af henni. Hún var að minnsta kosti tutt- uííu og fimm pund á þyngd, og Curzon hylgdi á eftir högginu af öllu afli og með aHri þeirri heift, sem hann hafði bælt niðri 1 sér frá byrjun veizlunnar. Barboza datt aftur á bak með öskri — augu, nef og shegg — allt andlitið var hulið feiti og Þykkri sósu. f nokkur augnablik var dauða- þögn í salnum — enginn bærði á sér — en augnabliki síðar var allt í uppnámi. Ekkert mannlegt auga gat greint, hvað nu gerðist, því allt var á ringulreið, allur salurinn sogandi hringiða. Curzon hélt enn á kalkúnhænunni í höndinni, sveiflaði henni nú til baka og slöngvaði henni til lampanna. Þrír þeirra huttu niður og mölbrotnuðu á borðplöt- Unni, svo að hálfmyrkt varð í þessum hluta Salsins. Barboza hafði fallið til jarðar eins og Uaut, sem lagt er að velli. Hann öskraði eins og ljón, meðan hann gerði tryllings- 'G£ar tilraunir til að klóra kjötið, feitina °& sósuna úr skegginu og núði hin blinduðu heimilisblaðið augu sín. Það þurfti ekki að óttast hann í nokkrar sekúndur, en það voru aðrir, sem vörnuðu vegarins til dyranna. Jay Coulter hafði stokkið á fætur frá borðinu, en stóð kyrr fyrir neðan stigann. Hún hefði hæglega getað laumazt burt, en hún notaði ekki tækifærið. „Upp stigann!“ kallaði Curzon til henn- ar“. Flýtið yður!“ Apache hafði stokkið úr kjöltu Curzons upp á borðið og stóð þar milli allra fatanna urrandi og geltandi. Herminía var einnig staðin á fætur. Hún titraði af geðshrær- ingu og gráti. Curzon tók með annarri höndinni um mitti hennar og með hinni undir hné henni og lyfti henni á þann hátt upp frá gólfinu. Hún var ekki. mjög þung. Hann sveiflaði henni í kringum sig og setti hana í neðstu tröppuna í stiganum. Það var með mestu herkjum, að hún gat hald- ið jafnvægi, og hún hrasaði í fangið á Jay. ,,Hlaupið!“ kallaði Curzon. Allt þetta gerðist á fáeinum sekúnduum. Curzon var á að sjá róleguur o gstilltur, en atburðirnir ráku hvern annan með svo miklum hraða, að hann átti bágt með að fylgjast með þeim — þeir voru eins og kvikmynd, sem sýnd er allt of hratt. Hann heyrði flöskur o gglös velta um koll, stólar voru dregnir til og þúsund fætur virtust allt í einu vera komnir á hreyfingu. Nokkrir af ræningjunum höfðu verið svo forsjálir, að þeir höfðu varlega fluutt sig nær dyrunum til þess að verja útganginn. Mennirnir, sem setið höfðu við sama borð og Curzon, höfðu stokkið á fæt- ur, en eins og sakir stóðu, virtust þeir ekki vita, hvað gera ætti. Þó vissi Curzon, að ekki þurfti annað en skipunarorð, til þess að þeir tækju til óspilltra málanna — þeir mundu aldrei láta hann sleppa lifandi út úr salnum. En jafnvel á þessu hættulega augnabliki hugsaði hann um hattinn hans Luz. Það var orðið að einskonar meinloku í höfð- 59

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.