Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 25
Snpu í hann og1 drógu hann aftur á bak. •^Ht í einu sá hann Barboza stóran eins og fjall og með blóðið fossandi úr nefinu, rísa a fætur fyrir framan sig með hníf í hönd- ln*i. Curzon tók undir sig heljarmikið siökk, axlir hans lentu í maganum á ræn- Ul8'janum, handleggir hans luktust um aPpirnar á Barboza og svo mikill var hrað- lnn á honuum, að hann komst upp í þriðju ^’öppuna í stiganum með ræningjahöfð- 'Ugjann í fanginu eins og mjölsekk, áður en hann sleppti taki sínu og lét hina þungu byi'ði detta yfir handriðið og niður á gólf- með hávaða miklum og braki, sem minnti á landskjálftakipp. En í sömu svifum og Curzon nú var laus> gripu utveir menn í hann og héldu honum föstum á tröppunuum meðan þeir drógu hnífa sína úr slíðrum. ..Gætið yðar!“ í einni svipan var Jay ^omin til hans. Hinn nakti handleggur hennar smokraðist undir handlegg hans, °£ hann fann til þungs höggs í rif sín. Það endurtók sig og í sömu svifum fann hann S1g allt í einu losna undan því heljartaki, Sem haldið hafði honum niðri. Um leið °S Jay tók að sér höndina, fann hann niegna púðurlykt, sem fyllti loftið. ..Komið — komið!“ kallaði hún með hálfbrostinni röddu og flýði upp stigann. f’urzon hljóp á eftir. Skammbyssuskot kváðu við, og kúlurnar klesstust á veggjunum og buldu á jámstig- anum. En birtan í salnum var of dauf til ^ess, að hægt væri að miða almennilega og þrengslin voru svo mikil, að erfitt var fyr- u' flesta ræningjana að ná í byssur sínar °£ uota þær. Jay var komin hér um bil alla leið upp stigann, og Curzon fast á eftir henni. Hvorugt þeirra höfðu ræningjamir hæft með kúlum sínum. Það var mjög 8l'einilegt að ræningjamir áræddu ekki að skjóta á „brúði“ Barboza, og það var ótti Peirra við þetta, sem einnig bjargaði k-urzon. Ásamt Jay komst hann upp stig- heimilisblaðið ann og inn um dyrnar, sem liann skellti aftur og setti slagbrandinn fyrir, meðan ræningjarnir ruddust upp stigann. Unga stúlkan og Curzon stóðu kyrr eitt andartak til þess að varpa mæðinni. „Hvað gerðist?“ spurði Curzon og horfði undrandi á ungu stúlk’ una, án þess að vera fyllilega ljóst, hvaða kraftaverk hafði komið þeim þó svona langt. „Ég náði í skambyssu — eina af skamm- byssum yðar“, sagði Jay og kinkaði kolli í áttina til hins tóma skammbyssuhylkis í belti Curzons. Hún starði á þetta grimm- darlega, svarta vopn, sem hún hélt enn þá á í litlu höndinni sinni. „Ég skaut tvo menn, sem ætluðu að stinga yður með hnífunum — ég veit ekki, hvort ég drap þá,“ bætti hún við og hrollur fór um hana. Svo leit hún upp og rykkti höfðinu til. „En ég vona það!“ sagði hún svo og dró andann djúpt. Curzon horfði rannsakandi eftir ljós- daufa ganginum, sem lá fyrir framan þau. „Herminía komst víst hingað upp? Mér sýndist áreiðanlega, að hún skytist hingað inn á undan okkur“. „Það gerði hún líka. Og Apache elti hana hingað“. „En þér — þér biðuð?“ Hún ansaði ekki, en það kom hræðslu- svipur á andlit henni, þegar hún sá blóð- blett koma í ljós á skyrtubrjósti hans, sem féll fast að líkamanum. „Þér eruð særður!“ Hann lyfti handleggnum, leit á brjóst sér og tók skyrtuna til hliðar. „Þetta vissi ég ekkert um“, sagði hann. „Það getur ekki verið neitt hættulegt. En nú skulum við koma okkur á stað, við megum ekki vera kyrr hérna. Flýtið yður bara!“ Það var ekki tími til blíðlegra hugsana, en jafnvel á þessari hættusund hafði Cur- zon næstum ómótstæðilega löngun til að leggja handlegginn utan um ungu stúlk- 61

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.