Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 4
byggingu og lífeðlisfræði snjókristallanna. Hann komst að raun um, að snjókristall- inn verður ekki til alfullkominn á einu vet- fangi, heldur myndast smám saman utan um lítinn kjarna. Hann hefur tilveru sína sem agnarsmár dropi í skýi, sem frýs og verður að þéttum hlut. „Þegar þrír slíkir dropar hanga saman,“ skrifaði Bentley, „getur myndast sexkantaður kristall," og „stórir kristallar verða til á kostnað hinna smáu.“ Myndir sínar notaði Bentley til að rann- saka og kortleggja snjókristallana með ýtrustu varfærni, rétt eins og hann væri að svipast um á nýfundnum meginlönd- um. Hann uppgötvaði fjallshryggi, sem hann lýsti sem „kúptum smálinsum, sem umbreyta Ijósinu, svo að það virðist ekki eins skært,“ og fellingar uppgötvaði hann líka, sem „einkennast af því, að frum- þættir krisallsins hafa aðeins náð að sam- lagazt að vissu marki, þannig að myndast sívöl linsa, sem er íhvolf, en breytir ljós- inu líka samsvarandi." Hann kortlagði einnig það tómarúm, sem „venjulega er tómt, en getur stundum verið fyllt vatni. Veggir þess eru greinilega myndaðir sam- hliða með jöðrum kristallsins." Eftir lát foreldranna bjó Bentley áfram á sama stað ásamt Charles bróður sínum. Hann kvæntist aldrei, en hafði eigið að- setur í þrem herbergjum þéttskipuðum hvers kynst vísindatækjum þama á gamla garðinum, þar sem Charles bróðir hans bjó í afganginum af húsinu með konu sinni og börnum. Fyrstu vísindalegu viðurkenninguna hlaut Bentley árið 1898, þegar hann fékk birta grein um ljósmyndun sína í vísinda- riti nokkru ásamt Perkins prófessor við háskólann í Vennont. Síðar birti hann fleiri greinar, og frá og með 1901 birti hann að staðaldri efni í vísindalegu veð- urfræðiriti. Árið 1907 gaf hann út fyrstu bók sína, „Water Wonders“ (Vatnsundí'- in). 1 henni gaf að líta á mydum og 1 lesmáli lýsingu á frostblómstrunum og öll* um þeim margbreytilegu formum sem frostið tekur upp á að mynda, jafnt 1 hrími, ísingu, slyddu og hagli. Eftir að þessi bók kom út, sóttu öll veð- urflæðileg rit myndefni sitt í safn Bent- leys. Veðurfræðistofnun Bandaríkjanna keypt myndir hans í miklu magni, alþýö- leg vísindarit endurbirti þær, og fyrirles- arar notuðust ríkulega við þær í skýringa- flutningi sínum. Brátt kom einnig að þvl> að hin fallegu form snjókristallanna vol’u notuð sem fyrirmynd skrauts á skartgnp1 og hverskyns nytjahluti: glös, postulín og vefnað. Bentley var kjörinn félagi í banda- rískum samtökum um vísindalegar fraxn- farir, og William Humphreys prófessor vlí'1 Veðurfræðistofnunina bandarísku val’^ náinn vinur hans. Mikilsverðasta rit sitt, „Snow Crystals (Snjókristalla) sendi Bentley frá sér árið 1931. Humphrey hafði reyndar skrifa® mestallan textann, en Bentley lagt til all' ar myndirnar, og þessu höfðu þeir unnið að saman um margra ára skeið. 1 bókin111 eru myndir af 2000 frægustu snjókristalln' gerðum Bentleys, og auk þess mikro-fH111' ur af hrími og svonefndum „frostrósum » sem myndast þegar ís tekur að þiðna „mn' anfrá“. Kvöld eitt síðla í desember 1931 gekic Bentley ofan frá skúrnum sínum í brekk' unni, þar sem hann hafði unnið klukkn' stundum saman í hráslagakulda án tillits til heilsu sinnar, eins og hann var reynd' ar vanur. En nú fann hann fyrir lasleika og fór í rúmið með háan sótthita. Tveim dögum fyrir jól klæddist hann stutta stund til þess að sjá jólatréð inni hjá CharleS bróður sínum, en að morgni var hann láf' inn. Það var mikil snjókoma þann dag. Japaski lífeðlisfræingurinn Ukichir0 H E I M I L I S B L A Ð 1 Ð 40

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.