Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Page 5

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Page 5
var eini iðnaðurinn í landinu, sem heitið gat, er þó enn í dag þrír fjórðu af allri framleiðslu landsins hvað þjóðartekjur varðar. Og hann tekur við meginþorranum af vinnukrafti landsmanna. Atvinnuleysi er harla lítið vandamál. 1 júlí 1965 voru — segi og skrifa — tíu atvinnuleysingjar í öllu landinu, en lausar stöður voru af því opinbera taldar 915 á sama tíma. Og allt þetta framtak og framleiðsla á sér stað á svæði, sem er aðeins 50 kílómetra langt og tæplega 17 kílómetra breitt. Það er að vísu nokkru stærra ef með er talið það sem er undir yfirborðinu, því að Lúx- embúrg hefur fengið leyfi til að sprengja námugöng undir belgískt og franskt lands- svæði. Þar er um að ræða svæði suðvestur af hertogadæminu, frá Dudelange gegn- um bæina Esch-sur-Alzette og Differdange til Rodange. Þar er ryðbrúnn litur jarð- vegarins nægur vitnisburður um jámið í jörðu niðri. Reykspúandi ofnferlíki, eld- i'auð næturský, endalausar raðir flutninga- bíla og jámbrautarlesta, allt ber þetta vitni um athafnimar á þessu auðuga námu- svæði. Hjarta stórhertogadæmisins. En hversu þýðingarmikil sem gróskan er í hinum i’eykmettuðu og rykugu námubæjum, þá eru þeir ekki hið sanna andlit Lúxembúrg- ar. Hjarta þessa dvergríkis er að finna í hinu suðlæga Le Bon Pays, þar sem lítil bændabýli njóta friðsældarinnar á bökkum krókóttrar ársprænu. Maður á gjaman að ferðast um Oesling, sem á upptök í Ard- ennafjöllunum og seytlar milt um norður- héruðin. En fyrst og fremst á maður að gefa sér tíma til að skoða hina sérstæðu höfuðborg, sem hefur vaxið á og utan um stóran hamar sem nefnist Bock. Bærinn var víggirtur öldum saman og þekktur sem Gíbraltar Mið-Evrópu. Bærinn Lúxembúrg skiptist ekki aðeins af hinum tveim djúpu árdölum Alzette og Petmsse, heldur auk þeirra af fjölmörg- um skurðum og tjörnum, rétt eins og hann hafi verið sundur rifinn af geysisterkum hrammi. 66 brýr tengja hina ýmsu bæjar- hluta höfuðstaðarins. Sumar þeirra eru háar bogabrýr gerðar úr steini, eins og t. d. Pont Adolphe. Aðrar era ofur smáar, miðaldalegar og myndrænar. Og frá flest- um þeima er dásamlegt útsýni. Bezt að láta ógert að líta niður, ef manni er svima- gjamt! Það er ærið langt niður að vatns- yfirborðinu, gilbotninum eða ofan á húsa- þökin fyrir neðan . .. Afdrifaríkast fyrir höfuðstaðinn er það, að hann liggur alveg í miðju landsins — sem er reyndar aðeins 85 kílómetra langt frá norðri til suðurs og 55 kílómetrar frá austri til vesturs. Hafi maður löngun til að aka upp í Ardennafjöll, er maður kom- inn þangað á hálftíma. Langi mann held- ur til að reika um í landbúnaðarhéraðinu Le Bon Pays eða um námasvæðin, þá tek- ur heldur ekki nema u. þ. b. hálftíma að komast þangað. Ef maður hins vegar, eins og ég, vill öllu fremur komast í hvíldar- stað með baði, nuddi, sundaðstöðu og göngu gegnum skóg og blómagarða, þá er sömuleiðis aðeins hálftíma ferð til Mon- dorf-les-Bains. Flestir evrópskir bæir, sem ekki geta státað af hærri íbúatölu en 80 þúsundum, fiæmur en höfuðstaður Lúxembúrgar, eru brenndir marki útkjálkans. Engu að síður er höfuðstaðurinn Lúxembúrg stórborg — samkomustaður framámanna í stjórnmál- um frá flestum hornum heims. Þetta er eins og vasaútgáfa af París, með sendi- ráðum, ráðuneytum, opinberum bygging- um og skemmtigörðum. Gamla stórhertoga- höllin gnæfir í nánd við Place Guillaume, grænmetistorgið. Enn ein mótsögnin — göturnar og húsin eru þýzk ásýndum, en samt eru öll götunöfn á frönsku, og í and- rúmsloftinu ríkir gallískur léttleiki. HEIMILISBLAÐIÐ 5

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.