Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Side 9

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Side 9
sögðu grafkyrrir til að fylgjast með því, hvemig þetta færi. „Viljið þér koma yður á brott héðan þegar í stað!“ rumdi í heildsalanum, um leið og hann togaði í ólina. „Hvemig dirf- ist þér að flangsa utan í hundinn minn! Hef ég kannski ekki keypt og borgað hann fullu verði? Þér hafið alls engin umráð yfir Hektor lengur. Nú er hann minn hundur, karlauli. Hypjið yður á brott!“ Andlit gamla mannsis varð sorgþrungið. „Já, gott og vel, herra. Já,“ tautaði hann. „Eg skal fara. Ég fullvissa yður um, að það er hrein tilviljun, að ég á leið hér um skemmtigarðinn í dag. Ég bið yður mik- illar afsökunar. Ég gat bara ekki stillt mig um að tala til Hektors. Ég hef svo miklar rmetur á þessari skepnu.“ Hann þrýsti hundinum að sér. Síðan i’eis hann á fætur, og ég sá tárin glitra í hvörmunum. Heildsalinn var nú búinn Hð ná öruggu taki á ólinni og rykkti í þétt- ingsfast. En Hektor vildi ekki víkja frá gamla manninum. Hann sti’eitttist á móti, ýlfraði lágt og reyndi af öllum kröftum að vera sem næst öldungnum, sem hafði með sárri stunu hálfvegis snúið sér undan. Ejöldi manns fylgdist gagntekinn með þessu atviki. Það var augljóst, að hér átti sér harmleikur stað. Þá var það sem ungur maður með frem- ur góðmannlega svip gekk beint að heild- salanum. „Segið mér,“ sagði hann, „viljið þér vera svo vænn að útskýra það, hvers vegna hundurinn sá ama vill heldur þýðast gamla uianninn en yður?“ „Þetta er fyrrverandi eigandi hans,“ gegndi heildsalinn hvefsinn. „En ég hef keypt skepnuna af honum á heiðarlegan hátt, þó að hann geti aftur á móti ekki gleymt honum; það er annað mál. Svona, Hektor, komdu nú!“ Hann kippti í tauminn til að fá hundinn uieð sér. „Nei, andai*tak,“ sagði þá ungi maður- inn. Síðan vék hann sér að gamla mann- inum, sem stóð þama vandræðalegur með tárin í augunum. „Úr því að þér hafið svona mikið dálæti á hundinum og hann er svona hændur að yður, hvers vegna vor- uð þér þá að selja hann?“ spurði hann vin- gjamlega. „Ég neyddist til þess,“ svaraði gamli maðurinn skjálfraddaður. „Sonur minn var kominn í vondan félagsskap og hafði tekið sér fé úr kassanum, þar sem hann vann. Ég varð að hjálpa honum til að borga það sem á vantaði. Annars hefði hann lent í fangelsi. Og það voru ekki nema þrjú hundruð krónur, sem um var að ræða. En ég átti enga peninga. Þá varð ég á vegi þessa herramanns þarna, sem bauð mér nákvæmlega þrjú hundruð krónur fyrir Hektor. Hvað gat ég gert? Ég varð að taka boðinu. En ég hef varla litið glaðan dag síðan — og það hefur Hektor víst heldur ekki gert.“ Gamli maðurinn greip höndum fyrir andlitið og grét í hljóði. Heildsalinn átti fullt í fangi með að halda aftur af Hektor. Ungi maðurinn sneri sér að honum. „Þér ættuð að fyrirverða yður fyrir að ræna gamlan mann hans einustu gleði,“ mælti hann. „Heyr, heyi’!“ hrópuðu viðstaddir. „Hvað kemur yður þetta við?“ rumdi í heildsalanum. „Ég á hundinn. Ég hef keypt hann á heiðarlegan hátt.“ „Viljið þér selja hann?“ spurði ungi maðurinn. Heildsalinn leit á hann foi-viða. „Ja, því ekki það,“ gegndi hann. „Þér getið fengið hann, ef þér viljið borga fyrir hann fjögur hundruð krónur." „Heyi- á endemi!“ var kallað allt í kring. „Gott og vel. Bíðið andartak,“ sagði ungi maðurinn. Síðan hækkaði hann róminn og ávarpaði þá sem umhverfis stóðu: „Herrar mínir og frúr, hér þarf að gera Heimilisblaðið 9

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.