Heimilisblaðið - 01.01.1982, Síða 13
Þegar Davíð lét þrælana frá sér fara,
vissi veslings krypplingurinn ekki, hvert
hann ætti að fara. Hann taldi ekki ráðlegt
fyrir sig að hverfa aftur til Klaudiu og
ekki gat hann slegist í för með hinum þræl-
unum; þeir gátu ekki liðið hann sín á
meðal. Fyrr á tímum, er hann naut mestr-
ar hylli af þrælum Klaudiu, þá var hann
í miklum hávegum hafður af þrælum borg-
arinnar, jafnvel þrælum keisarans. En nú
er hann var ekki orðinn nema vesalings
krypplingur, þá vildi enginn eiga neitt
saman við hann að sælda. Á leiðinni til
Kvintusar hafði hann orðið að ganga á
eftir hinum, svo að hann gæti aðeins vís-
að þeim til vegar með bendingu. Því var
það líka, að Rut hafði ekki tekið eftir hon-
um, annars hefði hún áreiðanlega tekið
hann með sér.
Þegar hinir þrælarnir voi*u famir, nam
hann augnablik staðar og hugsaði sig um.
Síðan tók hann fasta ákvörðun og læddist
á eftir þeim Davíð og Rut.
Skömmu eftir það, er þau voru komin
inn í hús Aquilasar, þá drap hann líka að
dyrum eða á hliðið. Hann vissi glögga grein
á, hvemig hann ætti að fara að því að
komast inn. Hann hafði oft veitt hinum
kristnu eftirtekt, er þeir sóttu með leynd
guðsþjónustur sínar.
Þegar Flavius kom inn í kirkjuna, stóð
biskup fyrir framan altarið með upplyft-
um höndum og flutti bæn, en allur söfn-
uðurinn beygði kné. Enginn í söfnuðinum
vissi neitt um frelsi Rutar enn sem komið
var, og enginn hafði tekið eftir því, er
þau systkinin gengu inn í kirkjuna.
Þegar biskupinn hafði gert bæn sína
°g leit á eftir yfir söfnuðinn, þá fór hann
allt í einú að stara fram í kirkjuna, rétt
eins og hann sæi sýn. Svona stóð hann um
stund, en skundaði síðan fram í kirkjuna,
þangað sem Rut var og mælti hátt:
— Er sem mér sýnist? Er þetta hún,
sem við vorum rétt í þessu að bera fram
fyrir hástól náðarinnar og við héldum, að
nú væri að berjast sinni síðustu baráttu?
Ert það þú, barnið mitt?
— Já, faðir, það er ég, svaraði Rut og
augu hennar ljómuðu. Mikil hefur miskunn
Guðs verið með mig. Ég er frjáls. Og hjá
mér stendur minn elskaði bróðir, sem líka
hefur tekið kristni — Drottinn hefur líka
gefið mér hann í dag.
En sá fögnuður, sem þá varð hjá söfn-
uðinum. Allir þyrptust um þau systkinin,
tóku í hönd þeim og spurðu og spurðu.
Þegar Rut var búin að heilsa þeim öllum,
þá varð hún að segja, hvernig það atvik-
aðist, að hún gat nú staðið frjálsum fót-
um mitt á meðal þeirra. Og þá heyrðist
stöðugt allt í kring:
— Jesús Kristur sé lofaður! Drottinn er
mikill. Drottinn er dásamlegur!
Þegar liún hafði lokið sögu sinni, þá
gekk gamli biskupinn aftur inn að kross-
inum og mælti:
— Bræður mínir — Guð hefur heyrt
bæn vora, já, hann hefur jafnvel svarað
áður en við kölluðum. Við skulum því
þakka honum. Já, allir voru þess albúnir.
Og aldrei hefur víst fagnaðarfyllra
þakklæti stigið áður upp að hástóli Guðs
frá hinum fámenna söfnuði.
Þegar þakkargj örðin var á enda, las
biskupinn niðurlagið á 8. kap. í Rómverja-
bréfi Páls postula, hélt síðan stutta prédik-
un; lýsti hann þar með hjartnæmum orð-
um almætti Guðs og miskunnsemi.
Þetta heyi'ði Flavius allt saman.
Hann var farinn að gerast ergilegur út
af þessari þakkargjörð til þess Guðs, sem
liann þekkti ekki og vildi heldur ekki
þekkja. Sjálfsþótti hans og mont andmæltu
öllu slíku. Það væri sem sé hann sjálfur,
sem hefði frelsað hana með kænsku og
sjálfsfórn. Hefði hann ekki hlaupið frá
Klaudiu og skundað til Marcellusar og sagt
honum frá brottnámi Rutar, hvað þá?
heimilisblaðið
13