Í uppnámi - 25.04.1902, Síða 13
3
meðal fremstu taflmanna að skipta á riddara og kongsbiskupi, en það
mun koma yður að engu gagni, því að þér þurtið fyrst að skilja til
fullnustu, hvernig beita á biskupi og riddara, en til þess er nauð-
synlegt að kynna sér rækilega, hvernig máta má með þessum mönnum
einum og kongi. Það er erfið en falleg skáklektía, sem margt má
læra af einkum um þýðingu biðleika, og aðferðina við þesskonar mát
skuluð þér festa ríkt í huga yðar, því að þó þau komi ekki opt fyrir
í tefldum töflum, þá vinna þó biskup og riddari svo opt í sameiningu,
að það er gott að þekkja styrkleika þeirra til fulls.
Þegar reitalína opnast skuluð þér vera skjótur til að ná ráðum
yfir henni.
Ef þér liafið seint í tafli einu eða tveim peðum færra, skuluð þér
reyna að komast í mannakaup þannig, að mótleikandi hafi öðruvísi
litan biskup en þér; þá mun erfitt fyrir hann að vinna, ef þér getið
eigi gjört jafntefli. — Kongur, biskup og hrókspeð geta ekki unnið
gegn kongi einum, nema biskupinn fái ráðió þeim reit, sem peðið á
að komast upp á; ef kongur getur ekki komizt á uppkomureitinn á
undan peðinu, er eðlilega hægt að vinna. — Kongur og tveir riddarar
geta ekki mátað berskjalda kong.
Ef þér eruó í efa um, hvorn hrókinn eigi að færa á el [e8j, má
segja, að venjulega sé réttast að færa kongshrókinn þangað, nema þér
hafið í hyggju að færa bráólega fram kongsbiskupspeðið, þá er sem sé
hrókurinn bezt settur á fl. Tvöfaldir hrókar hafa meira en tvöfalt
gildi eins. Gildi hróks, sem stendur á 7. [2.] reitaröð, eykst um hálft
peðs-gildi. í tafllokum þegar einungis eru eptir hrókar og peð, skuluð
þér ekki hætta yður út í neinar skákþrautir nema þér getið myndað
mátkvíar um konginn. En þér skuluð koma hróknum aptan að peðum
hins, því aó þá veróur hann sem -úlfur í sauðahjöró.
Ein hin algengasta yfirsjón vióvaninga er það, að þeir koma
drottningu sinni of fljótt út á borðió og veróa svo opt að liörfa með
hana heim aptur, ef þeir vilja ekki missa hana, en þá sitja hinir
mennirnir þeirra heima. I flestum taflbyrjunum heyrir það til að
halda drottningunni bak við fylkingarbrjóstin, að minnsta kosti nokkurn
tíma framan af. Verió varkár í því að taka fjarlægt peð með drott-
ningunni; opt tapast töíi vegna þess að drottningin hefur verió ginnt
þannig í burtu frá vörninni. Peðagræðgi er löstur margra taflmanna,
er þeir eigi fá yfirbugað; það er eigi svo að skilja að eigi sé
gott að vinna peð, en eigi má kaupa það svo dýrt, að taflstaðan
versni við það. ]?egar góður taflmaður lætur peð standa óvaldað,
þá er það annaðhvort af gáleysi, eða það er agn eða af því að
liann verður öðru aó sinna; þetta skulu þér athuga vel áður en þér
takið peðið.
1*