Í uppnámi - 25.04.1902, Síða 23
13
Taflið.
(Persnesk þjóðsaga.)
Allan daginn, allau daginn
Úti’ i garði Hússein og Parvis
Við brunninn gjósandi í rósarunnum
Reyndu tafl á borði steindu.
Stjörnu tóku blys að brenna,
Blikaði máni á vatni kviku —
Húsi, þrælum, ökrum, auði,
Öllu hafði Parvis tapað.
Hjartfró sína átti’ hann eptir,
Ambátt kærari’ en gullið skæra,
Bjarta fljóðið með frjálsa hjartað,
Pegursta sprund á Persagrundu.
Hún var komin að horfa’ á taflið,
Heyrði’ af Parvis að allt var tapað;
Ekkert sagði’ hún, ekkert sagði’ liún,
Að eins horfði’ á steinda borðið.
Hússein leit hana, hló og sagði:
“Um Hjartfró skulum við tefla að
lokum,
Móti henni allt hið unna
Undir legg eg — þorirðu’ að tefla?”
Parvis inn i augun djörfu
Unga fljóðsins leit á glóðum,
Æsandi sá hann þar elda rísa;
Ekkert sagði’ hún, en brosti og
þagði.
“Gjörum, Hússein, sem þú segir,
Seinast skulum við tefla um hana,
Og annaðhvort, skal eg allt hér vinna,
Eða’ allri minni sælu týna!”
Byrjaði taflið bezta’ af öllum
Við brunninn gjósandi í mánaljósi,
Annar tefldi um æru sína,
Annar um það, sem var meira’
en lífið.
Runnu peð yfir reiti í sennu
Og riddarar snarpir i árás skarpa,
Dýrar fóllu’ um dreyrga völlu
Drottningar með hlífum brotnum.
Hússein löt þar biskupa báða
Og biskup annan Parvis sinna,
Að velli riddarar Hússeins hniga,
Hrókamir loksins einir standa.
Hróðugur Parvis horfði á fljóðið:
“Heldurðu’ ekki’ eg vinni, kæra?”
— “Biddu, ekki er unnið taflið,
Eiga mun Hússein næst að leika”.
Og er þagnaði þernan fríða,
Þrammar hrókur fram á borðið,
Hótar konginn hvita að máta
Hreykinn kappi í næsta leiknum.
Nú er úti um allan sigur!
Alltof djarfur varstu Parvis!
Nú stendurðu’ á öndu, hristist höndin,
Hugurinn lamast, tungan stamar.
En Hússein situr með hæðnisbrosi,
Á Hjartfró lítur og stjörnublysin,
Én aldrei litur hann yfir á Parvis,
“Ertu’ ekki búinn?” spyr hann
stundum.