Heimir - 01.09.1909, Side 25

Heimir - 01.09.1909, Side 25
HEIMIR 21 sig ! Nei, aldrei ! Hún var betri en hinar allar til samans. Stoltiö framleiSir óhatningjuna.—Hún lét svipuna sveiflast í loftinu yfir klakandi gæsunum á veginum. Hún var svo reið að hún fann ekki til neinnar sorgar. Fyrir sex vikum hafði hún trúlofast. Aðstoðarkennarinn var að bíöa eftir launaviöbót, og þá gætu þau gift sig. Svo elskulegur piitur ! En svo ótrúr, svo ótrúr ! En nú skildi hann sjá ! Hún skyldi fleygja honum frá sér, Hún skyldi rleygja honum með fyrirlitningu í glötunar ¦ hyldýpiS ! Þangaö gæti Grillbaumers stelpan sótt hann—þessi naSra-þessi eiturnaSra. Bara aö hún heföi nú öll þau smán- árorð til taks, sem þessi skepna ætti skiliS. Hún hafði tælt hann, hjá því gat ekki fariö. Þegar Maríanna kom til sútarans varö hún fyrst aö spyrja eftir herberginu hans. I bakstiganum mætti hún gamalli, óhreinni kerlingu. Hún glenti upp giniö af eintómri ánægju yfir heimsókninni, svo aS allar þrjár tennurnar, sem eftir voru sáust. Hún var húsfreyjan, en vildi samt gjarna láta unga' fólkiö tala saman í næöi. " Þess þarf ekki, " sagSi Maríanna. Sú gamla beiS samt fyrir. utan. Hurðinn var þunn. NiSri í bakgarSinum heyrSust svi'nin rýta. Andstyggilega lykt lagði útúr hálfopnum skúr þar sem vinnumennirnir skófu háriS í tíyksum af útbleyttum húSum. LoftiS í herberginu var rakt, og glugginn var lokaSur. I rúm- inu lá ungur maSur meS báSa fætur vafSa í umbúSir. Hann var fn'Sur. NiSur á rakt enniS héngu tveir brúnir hárlokkar. Hann hafSi þykt ógreitt yfirskegg, sem þvældist uppí hann um leiS og hann talaSi. Hún hafSi ímyndað sér aS hann mundi verSa hræddur þegar hún kæmi inn til hans. Hann horfSi á hana meS blíSlegu augnaráði og rétti henni hendina. Hún staSnæmdist viS dyrnar alveg forviða. " Ó, það er ágætt," sagSi hún. " HvaS hann heilsar mér vingjarnlega ! Mér sýnist honum ekki vera neitt illa viS mig !" Þetta var sagt í háði til aS byrja meS. Svo fleygði hún af sér brúna sjalinu, og þrumuveSriS skall á: Þorparinn þinn ! Óþokkinn

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.