Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 19
HÉIMIR 15 jafníramt aö athuga hvaöa áhrif þessi öfl hafa á manngildi ein- staklinganna. Þessi öfl eru auövald og hiö kyrkjulega kenning- aivald. Stefna auövaldsins er, aö maöurinn noti þau öfl, sem hmn getur náð í sína þjónustu, náttúruöfl, dýraöfl og mannöfl, til þess aö framleiða auö fyrir sjálfan sig. I rauninni er sam- keppnin í þessu efni öllum frjáls, en eins og allir sjá, veröur afleiöingin, sem rnismunandi kringumstæöur og mismunandi þekking skapa, að einstakir menn taka í burtu tækifærið frá fjöldanum, til þess aö engin satnkeppni geti átt sér stað. En til þess að geta lifað verða þeir senr útilokaðir eru frá sainkeppn- inni, aö leita á náðir þeirra, setn völdin hafa, og biðja þá í auð- mýkt um aö mega ieggja fram öf! sín í þeirra þjónustu. Og meö þessu er þá einstaklings frelsiö horfið. Gangandi út frá því, aö mennirnir seu sameiginleg lífsheild, sem þeir eigi aö þroska og fullkomna samkvæmt eölislögmáli allra heilda, þá hljóta allar þær hindranir, sem lagðar eru á veg einstaklinganna, til þess aö þeir geti ynt af hendi sitt ætlunarverk í heildarkerf- inu, aö veiöa íramför þess til tjóns. Sérhver einstaklingur veröur aö hafa sitt afmarkaö sviö, í líkama heildarinnar, og þar á hann aö vinna sjálfstæöur meö afli sínu og viti, þó þannig, aö öfl hans hafi þau áhrif á aöra einstaklinga, að þau veröi þeim styrkur í þeirra verkahring. I þessu er fólgin heilbrigð sam- keppni, og vinni allir einstaklingar á þennan hátt, þá getur þroskun heildarinnar náð fullkomnun sinni, íeölilegri og stööugri framþróun. En með því að taka í burtu alla eölilega samkeppni, eins og auövaldiö er aö gjöra, þá sýkist allur þjóöarlíkaminn, eins og eölilegt er, þegar einstaklingarnir, sem mynda þjóöar heildina gjöra ekki sín eölilegu ætlunarverk. Þegar þjóðarheildin er í heilbrigðu ástandi, er það aðeins eitt afl, sem knýr hana áfram, og það er afl kærleikans. En þegar jafnréttur einstaklinganna er farinn þá myndast nýtt afl, og það er afl eigingirninnar, sem sýgur og dregur saman íóeðlilegar heildir viðhalds efni þau, sem allir höföu rétt til aö nota til þroskunar heildarlífsins. Þessi eigingjörnu öfl, eru eins og kunnugt er, að draga samaní vissar heildir, réttinn til þessaðnota

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.