Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 25

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 25
HEIMIR 21 voru alveg kornnir var hann svo sérstakur og einn í hópi, aö mér þótti blátt áfram vænt um hann. Ég get kannast viö þaö." • Hvernig sérstakur?" Hann var gleðin sjálf í persónugerfi. Þó maður tæki heila riddarasveit á fjörugum spretti, sæi maður ekki aöra eins gleði. Þessi þrekni maður með mikla höfuöiö hélt hinum minni, sínum meö hverri hendi, eins Og kápulöfum, sem drógust. Ogumleið hló hann og söng eins og kátt barn. Hann var greindarlegur og bjartleitur eins og ársins lengsti dagur viS norðurheimsskaut- iö. Hina, sem höföu reynt að gera hann drukkinn—það var skemtun mentuöu mannanna í þá daga aö gera Karl Mander drukkin, skal ég segja þér—þá kom hann meö sigri hrósandi. Hár og heröabreiöur í ljósköfióttum ullarfötum úr þunnu og smá- geröu efni, því hann þoldi ekki hitann. Hann var mjög gefinn fyrir köld böð, baðaði sig langt fram á haust, þó farið væri að frjósa. Hann hélt á hattinum, sem var léttur og mátti leggja saman, í viastri hendinni. Vanalega gekk hann svoleiðis. Hann haföi aldrei hatt heima fyrir og úti bar hann hann jafnan í hendinni. Mikið þykt hár, afarmikið hár, brúnt að lit; nú féll það niður yfir háa ennið—þú hefir ennið hans—og svo skeggið! Ég hefi aldrei séð svo fallegt skegg. Það varljósbrúnt ogafar-þétt, en það einkennilega við það voru smágerðu liðirnir á því. Það var blátt áfram fínt, sern skegg þó sjaldan er. Og svo þessi djúpu augu, svo geislandi björt—þú hefir nokkuð af þeim—og nefið ofurlítið bogið, því hann var tilfinn- ingasamur maður." "Var faðir minn það?" "Guð minn góður, hefi ég ekki einu siuni látið þig skilja það?" "Jú—en—aðrir hafa—" Hún þagnaði, og móðirin hætti. "Magna, ég hefi ekki getað, ég hefi ekki viljað vara þig við öllu, se'm þú hefir heyrt frá öðrum. Á meðan þú varst barn og unglingur gat ég ekki skýrt alt fyrir þér eins og það var. Þaö ' hefði líka komið þér til að verja það, sem þú varst ekki fær um

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.