Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 13
H E I M I R Þaö meinar að maðnrinn hefur öfl, sem hann getur framleitt með áhrif á aöra menn, bæöi líkamleg og andleg öfl. Og af þessum áhrifum gjorum við ályktanir um gildi mannsins. Við köllum þessi áhrif ýmsum nöfnum, góð, íll, mikil, lítil, meinlaus, skaðleg, o. s. frv. og þau hugtök sem öll þeisi orð tákna byggjast eðlilega á því tilfinninga líti, sem menningin hefir þroskað í okkar eigin manngildi. Sú ályktan stendur óhögguð, og verður líklega aldrei hrakin, að maðurinn sé æðsta dýr jarðarinnar. Grundvöllurfyrir þessari ályktan er mismunandi h'kamslögun og mismunandi líffæra bygging, frá öðrum dýrum, og stærri og fullkomnari heili en önnur dýr hafa. Afleiðingin af þessum yfirburðum verður því að maðurinn er hentugri bústaður, eða safnþró, fyrir meiri þekkingu, og um leið hentugra verkfæri til þess að beita þekk- ingar áhrifum. Og þess vegna hafa menn náð því andlega þroskastigi, sem þeir hafa, fram yfir önnur dýr jarðarinnar. Og þess vegna. eru þeir æðstu dýr hennar. Það er því þekkingin sam gildi mannsins veiðurmiðað við, og þaraf leiðandi er augljóst að eftir því sem maðurinn safnar meiri þekkingu eftir því verður hann stærri persóna, eða stærri heild. Manngildið er því þekkingar stærð. Eins og kunnugt er, hafa utan aö komandi áhrif vakið þekkingarþrána hjá mönnunum. Og frá fyrstu tímum hafa menn verið að leita að þekkingu, ogsafna henni í sameiginlegan þekkingar sjóð. Eftir aö menn fóru að nota málið og ritlistina hefur yfirburða þekking einstaklinganna orðið almenn, gengið í erfðir til samtíöar manna o» eftirkomenda. Þannig hefir ein- staklings þekkingin, byggt upp hina almennu þekkingar heild, og þetta sannarhið andlega samband mannanna, og sömuleiðis, að þetta samband er eitt af eðlislögum tilverunnar. Við sjáum líka að þetta sama eðlislögmál kemur fram hjá hverjum einstök- um manni. Hann byrjar lífið þekkingarlaus. Eyrst hefir hann eðlishvöt til að meðtaka fæðu, til viðhalds lífinu. svo fer hann að verða fyrir áhrifum, sem vekja hjá honum eftirtekt á hlutun- um, þar næst fer hann smátt og smátt að læra kafla úr hinni almennu, skrifuðu og óskrifuðu þekkingar bók, og seinast fer

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.