Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 12

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 12
HEIMIR mörgum efnum veröa skoöanir allra að sníöast eftir almennum sannleik, sem aliir verSa að viðurkenna jafnt. En liún veröur hæglega röng þegar að vissan, sem á er bygt, er ekki altnenn,þó hún máske eitt sinn hafi vériö þaö, ogþegarhún ernotuð þannig að eyðileggja "alt verulegt skoðanafrelsi og frumleik hjá ein- staklingnum. Öðrum er jafn eiginlegt aö meta sitt eip,ið ég meira en alt, sem stendur í sarnbandi viö það. Hversu eigingjarnt sem það kann að virðast, er það þó mjög eðlilegt, og verður í raun og veru fyrst að eigingirni þegar aö annara égeraof Iftils metin. Ráðið til að koma í veg fyrir að rangar skoöanir og þýðingarlausar geti af þessu mismunandi upplagi leitt er, að forðast of mikil yfirráð nokkurrar einnar tilhneigingar í þeim efnum. Ef skoðanir nokkurs manns, hverju nafni sem þær nefnast, eiga að vera honum mikils virði, þá verða þær að standa í mjög nánu sambandi við líf hans óg persónu. En þær mega hvorki vera hærri né lægri en þaö, ef svo mætti að orði komast. Þær verða, á meðan ívaðurinn hefir þær, að vera líkt og efnin, sem mynda einhvern hlut; manninum og lífi hans svo sanigrónar að þær komi í ijós sem eðh'legur hluti þess. Það er þess vegna hjá þeim, sem svara spurningunni: hvers viiði eru skoðanirnar? í anda þriðja svarsins hér að framan, að skoðanirnar haía í raun og veru hafa mest og sannast gildi. Þær verða þar eitthvað dýpra en bláber aðfengin sannindi og eitthvað s:þýðingarmeira en vegur til að ná í gæði, þær verða líf og afi, sem einstakling- urinn ber í sér og sem einkenna hann á meðal annara manna. Manngildið. ErriB MAfiNÚs Johnso.n Orðið manngildi hefir tvö hugtök, það er: maður og gildi hans. Hið fyrra táknar manninn sem sérstaka heild eða sérstaka líkamlega mynd, ákveðinn hlnt, sem við nefnum ákveðnu nafni, til aðgreiningar frá öðrum. Hið síðara meinar að þessi mann- lega heild sé eitthvað meira en það sem útvortis myndin sýnir.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.