Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 16
12 HEIMIR jöröin var kominn á ákveðið rriyndunarstig, og hitasti^, þá var eðlisásigkomulag hennar í réttu efnasainbandi, til þess aö lífs- geislar sólarinnar gætu vakið lífsefni hennar til lífs á lægsta stigi, og þau síöan hafa, þroskast upp í óteljandi tegundir. Þessi tegunda skifting, orsakaöist af því, hvaöa áhrifum aö lífs- öflin urðu fyrir í náttúrunni, og viö hvaða erfiöleika þau höföu að etja. Lífsöflin löguðu sig eftir kringumstæðunum einsog þau gjöra enn í dag. I sambandi viö þetta kem ég næst aö niann- inum. Eins og kunnugt er hefur inaðurinn þá miklu yfirburði yfir aðrar þekktar tegundir lífsins á jörðunni, að hann hefir náð því þekkingar valdi, aö geta meö frj.ilsum vilja tekiö öfl náttúr- unnar undir sína stjórn, og látiö þau vinna bæöi lífinu í hag og óhag. Hann getur verndað lífiö frá hættum og aukiö þroskan þess, og söinuleiðis hiö gagnstæða. Með öðrum oröum sagt, honum er gefið afl til þess að stjórna öflum náttúrunnar. Þ^tta gefur sönnun fyrir því, aö maöurinn sé afar lítill hluti af hinu alfrjálsa vilja afli guös, sem hann getur aukiö og þroskaö í eöli- legutn hlutföllum viö líffæra þroskan þeirrar líkamlegu byggingar, sem hann lifir í. Og þetta gefur svo aö lokum sterka von um, aö þetta frjálsa afl, þessi andlega lífsheild mannsins, muni sam- kvæmt því fullkomnunar lögmáli, sem ræöur hjá öörum lífs- tegundum, halda sinni persónulegu heild, og sjálfsmeðvítund, þangað til hennar fullkomnunartakmarki er náð, sem ekki verður fyr en hún hefur þekkt til hlýtar alheimslögin, sem viðhalda og stjórna hinu ótakmarkaða heimsveldi. Og af því að allir menn eru andleg heild hér á jörðunni,þá hljóta þeir að halda áfram að vera heild, í breyttum kringumstæðum, og hjálpa hver öðrum áfram og uppávið að hinu háleita takmarki fullkomnunarinnar. Nú langar mig til að athuga ofurlítið þrjár spurningar, sem mannsandinn hefur verið að leitast við að svara á öllum liðnum tímumjog þær eru svona: Hvaðan er ég? Hvað er ég? Hvert fer ég? i spurningin: Hvaðan er ég? Lífsfræ það sem þroskast hefir upp í hið þekkjanlega hæðsta stig, hér á jörðinni í maan- inum, er eðlislega hið sama og í öðrum dýrum jarðarinnar. En samkvæmt framþróunarlögmálinu hefur líkama og líffæra bygg- ing mannsins, smásamam hneigst í þá átt,að geta verið bústaður

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.